mánudagur, júlí 04, 2011

2011-2012

Núna, 21. júlí 2011 er ég að fara í hálfgerða heimsreisu. Ferðaplanið er:

21. júlí 2011 Reykjavík (Ísland) - London (Bretland)
25. júlí 2011 London (Bretland) - Sydney (Ástralía)
29. júlí 2011 Sydney (Ástralía) - Auckland (Nýja Sjáland)
31. jan 2012 Auckland (Nýja Sjáland) - Rio de Janero (Brasilía)
???? 2012 Rio de Janero (Brasilía) - London (Bretland)
???? 2012 London (Bretland) - Reykjavík (Ísland).

Ég er ekki alveg viss um hvenær ég kem aftur en stefnan er að koma heim fyrir næsta sumar. Mér hefur alltaf fundist vera svolítið langt í þetta en núna, núna er allt að gerast.

Í Nýja Sjálandi verð ég sjálfboðaliði. Ég fer á vegum AUS og kem til með að vera með tónlist í kirkjustarfi með börnum og unglingum í 55þús manna hafnarbæ. Brasilía er óplönuð :)

Núna fer allt á fullt við að undirbúa, ráðstefna hjá AUS á morgun og á miðvikudaginn. Síðasti vinnudagurinn á morgun. Pakka og ganga frá öllum málum og umfram allt, njóta þess að vera með fjölskyldunni og vinum :) :)

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Hugarflug

Allt í einu fékk ég löngun til að skrifa eitthvað hérna inn. Ég veit ekki hvort nokkur maður skoðar þetta en þá skrifa ég bara þessa vitleysu fyrir mig.

Núna eru mikil tímamót hjá mér. Eftir nokkra mánuði klára ég mitt fyrsta háskólanám. Stefnan er auðvitað tekin á áframhaldandi nám og hafa miklar vangaveltur verið uppi um hvað. Ég er auðvitað í sömu stöðu og aðrir að nám erlendis er draumur sem gæti frestast og þá hafa jákvæðar hugsanir reynst best. Þegar dyr lokast opnast gluggi - þó manni verði kalt við það á ekki að stökkva til og loka honum strax.

Ég fæ sting í hjartað þegar ég sé fólk í kringum mig hætta að brosa og finna ekki lengur fyrir gleðinni í lífinu. Þó það sé ekki endilega fólk sem er mér skylt eða ég þekki mikið. Á stundum sem þessum fer maður að hugsa um það sem maður má vera þakklátur fyrir. Mér finnst ég mjög heppin með fólkið í kringum mig. Skólafélagar mínir sem ég hitti nánast á hverjum degi sem eru hver öðrum yndislegri (plús það að við erum í awesome hljómsveit!!). Þessir krakkar verða aldrei fúlir eða leiðir og eru endalaust að hlæja og finna upp á einhverju fyndnu til að gera sem er svo yndislegt.

Áðan var ég svo að skoða myndir af stúlkum sem voru miklir vinir mínir þegar ég var í grunnskóla en einhvernvegin hefur það samband fjarað út.. Ég kalla þessar stúlkur þó enn vini mína og ég hlakka rosalega til að hitta einhverjar þegar ég fer vestur um jólin því þær gáfu mér mikið þá og gera enn með dugnaði og elju. Það er sama hve langur tími líður á milli þess er maður heyrir í þeim það er alltaf jafn gaman og þær verða aldrei sárar eða fúlar yfir því hvað ég er ótrúlega léleg við að taka upp símann og hringja.

Rebbastelpurnar sem ég var að vinna með og eru með mér í saumaklúbb eru líka svo frábærar stúlkur. Þær eru allar eldri en ég en ég finn samt aldrei fyrir því. Þær hafa allar svo rosalega hreint hjarta og eru ótrúlega duglegar í öllu sem þær taka sér fyrir hendur. Þetta eru topp stúlkur. Núna í sumar gifti ein sig og það var eitt flottasta brúðkaup sem ég hef farið í og önnur var að eignast tvíbura núna á mánudaginn og þær eru allar svo hamingjusamar og frábærar.

Fólkið sem ég er að vinna með er frábært. Við erum nýbúin að vera að æfa fyrir hæfileikakeppni og það var svo ótrúlega skemmtilegt (þó keppnin hafi ekkert gengið neitt rosa vel). Þau eru hver öðru yndislegri og það er sama hvern maður talar við allir eru svo jákvæðir og hressir og koma vel fram. Mér finnst ég rosalega heppin með vinnufélaga og hef eignast góða vini í þessum stað.

Svo auðvitað á ég frábæra nána vini sem fara óumbeðnir út í búð og kaupa eitthvað fyrir mann þegar maður er heima með einhverja ógjéðspest ;) eða eru alltaf tilbúnir að grínast með allt og dæma mann ekki hversu fáránlega sem maður hagar sér.

Ég verð nú líka að senda fjölskyldunni minni smá knús því þau eru best (og fjölskyldunni hans Arnars!!). Hann á nú líka frábæra vini sem eru einnig mínir vinir og eru ótrúlega hressir og alltaf gaman að vera með.

Allt þetta fólk á það sameiginlegt að standa saman og vera jákvætt í öllu því sem er í gangi í þjóðfélaginu. Ég þakka guði fyrir að hafa gefið mér þetta fólk og leyft mér að kynnast því og umgangast.

fimmtudagur, maí 29, 2008

London #3

Halló..!

Þá er bara rétt rúm vika eftir af ferðinni og VÁ HVAÐ ÞAÐ ER STUTT! ég hef síðustu 5 ár ekki farið í lengri ferðir og yfirleitt nýtt þær mjög vel og gert mikið á þeim tíma en váh hvað mér finnst það stutt núna. Við erum búin að gera rosalega mikið og alltaf nóg eftir.

Núna erum við búin að þessu:

- London eye: Völdum góðan sólardag í það (því miður hefur ekki verið um marga svoleiðis að velja).

- Tower bridge: Skoðuðum sýninguna í flottu vindubrúnni frá 1894 sem allir þekkja þegar þeir sjá :)

- Tower of London: Það var reyndar mjög fínt veður þá og ferlega skemmtilegt. Þar voru leiðsögumenn í búningum sem héldu í raun lítið leikrit fyrir mann í stað þess að segja bara frá. Rosalega gaman.

- Greenwich: Stórmerkilegur staður en þarna fóru fram stjörnuathuganir frá u.þ.b. árinu 1600 og þarna liggur GMT línan í gegn sem öll tímabelti heimsins eru miðuð við. Fróðlegt safn og mjög fallegt svæði.

- O2: Líka kallað "Millenium dome". Þetta er "hvíta tjaldið með gulu stöngunum" :) Flestir þekkja þetta líka þegar þeir sjá það. Fórum þarna í bíó í riiiiiisastórum bíósal að sjá nýjustu Indiana Jones myndina og út að borða með Fiffa og Kristínu.

- Sience museum: Safn sem er tileinkað allskyns vísindum, mikið hægt að skoða og fullt af eldgömlum tækjum og tólum. Loksins þegar við vorum sammála um að fara heim römbuðum við í heilt flugskýli af flugvélum og allskonar dóti og þá var ekki séns að ná Arnari heim næsta klukkutímann!

- Hyde Park - Kensington garðarnir: Erum ekki búin að eyða jafn miklum tíma í afslöppun í Hyde Park og við ætluðum en það er aðallega vegna veðurs sem hefur ekkert verið neitt framúrskarandi þó það hafi svosem ekki rignt mikið. Erum þó búin að rölta aðeins um og skoða Kensington garðana þar sem Díana prinsessa bjó.

- Camden: Vegna fjölda áskorana skoðuðum við risastóran útimarkað í Camden-hverfinu (þar sem Amy Winehouse býr þegar hún er ekki í fangelsi). Það var rosa fróðlegt, mikið að sjá og skoða, FULLT af drasli! Kíkjum þangað kannski aftur ef við nennum...

- Sigla niður Thames: Áður en við fórum í O2 höllina sigldum við að gamni niður Thames með Fiffa og Kristinu. Það var reyndar einn af meiri rigningardögunum en samt gaman að sjá allt frá öðrum sjónarhornum eins og t.d. Tower bridge og Tower of London.

- Dýragarðurinn: Fórum þangað í dag. Vöknuðum snemma (miðað við aðra daga!) til að geta eytt öllum deginum þar og það tókst svo sannarlega. Það opnaði kl. 10, við komum hálf 11 og fórum þegar það lokaði klukkan hálf 6. Þá vorum við búin að stikna í sólskininu og rigna svo niður og rennblotna! En við sáum allavega fullt af dýrum, gíraffa, ljón, tígrisdýr, allskonar litla apa og framandi fugla, górillur, skjaldbökur, lamadýr, brimbrettamörgæsirnar úr myndinni "Surf's up" og allt! :D Rosa gaman!

Auk þessa alls erum við búin að fara tvisvar í leikhús og stefnum á að fara a.m.k. einu sinni enn til að sjá "The Phantom Of The Opera" sem var reyndar alltaf efst á listanum! Það sem við erum búin að sjá er:

- Spamalot: Söngleikur saminn að miklu leyti upp úr Monty Python myndinni "The Holy Grail". Í aðallhlutverki var leikari sem Ásta kannaðist við en fattaði ekki hver var. Í hléi fann hún út að þetta var Alan Dale, leikari úr Nágrönnum og Ugly Betty til dæmis. Það fannst henni voða sniðugt. Svo sáum við hann alveg óvænt í Indiana Jones myndinni þegar við fórum í bíó! Úúúú svaka sniðugt.

- Avenue Q: Söngleikur sem við vissum ekkert um en skelltum okkur á því Fiffi og Kristín mæltu með því (og við fengum það ódýrt :) ) og við sáum ekki eftir því! Ekkert smá fyndið.. þetta er svona hálfgerður brúðuleikur þar sem stjórnendur þeirra sjást samt og syngja fyrir þær og allt. Samt eru líka venjulegir leikarar.. pínulítið gróft á köflum en baaaara fyndið! Mælum með því fyrir alla sem eiga leið um London :)

Jæja, látum þetta duga í bili. Skrifum meira fljótlega! Bless í bili...

miðvikudagur, maí 21, 2008

London #2

Jæja, þá er margt annað búið að vera á dagskrá. Erum búin að skoða Tower Bridge að innan sem utan, fara í London eye, meira á oxford street, labba í gegnum hyde park og fara í leikhús. Sýningin sem við fórum var klárlega fyndnasta sýning sem ég hef farið á. Þetta var gamansöngleikur unnin upp úr monty python myndinni the holy grail og heitir Spamalot. Bara fyndið!

Eníveis, stefnan er tekin á Tower of London á morgun og svo er partý um kvöldið.. en obbobb, ekki júróvisjon partý *-)

Í dag var loksins sól og blíða og ætla ég að setja inn nokkar myndir í lokin :D


Greenwich


Arnar að borða fyrir framan Dómkirjuna, St. Pauls Cathetral


Ég fyrir framan Tower Bridge


Westminster Abbey


Ég í London Eye

kv. Ásta Björg

laugardagur, maí 17, 2008

London #1

jæja, þá erum við komin til London. Flugið var gott, hittum Fiffa og Kristínu í Hyde Park. Fórum á smá vorhátíð. Svo var strætó tekinn heim til þeirra með farangurinn (sem var mjööög mikill!). Eftir það var bara hresst rölt tekið í bæinn, borðað og skoðað ofl :D

nenni ekki að skrifa mikið núna

síðar:D

kv. Ásta Björg

sunnudagur, maí 04, 2008

Stutt, létt og laggott :)

vóvóvó.. ég var að komast að rosalegum hlutum!

Mér finnst leiðinlegt að læra hluti sem eru:

leiðinlegir

óspennandi

skila litlu eftir margra tíma lestur

og skipta ekki máli fyrir framtíðina


Annars er ég bara að læra fyrir íslenskupróf núna og það gengur síður en svo vel! Ég vona svo innilega að ég uppveðrist í þessum lestri og fari að finnast þetta svo skemmtilegt að allur heimurinn geti snúist í kringum þetta efni í einn og hálfan sólarhring.

og nei nei nei.. ekki segja að ég sé bara með neikvætt hugarfar og þessvegna sé allt leiðinlegt! Í allan dag hef ég reynt að telja sjálfri mér trú um að þetta efni sé í raun spennandi, áhugavert og eigi eftir að nýtast mér í framtíðinni en ég er bara of gáfuð til að láta glepjast í þann lygavef (þá er ég aðallega að tala um hljóðkerfirfræði - staðvensla og raðvensla!)

Ég var með systur mína krúttu yngstu í pössun í 10 daga um daginn. Það gékk ofurvel, skrifa kannski siðar um það! Annars erum við Arnar að fara til London í 3 vikur núna 17. maí svo að ef þið lumið á einhverjum spennandi stöðum eða ódýrum gistingum látið mig endilega vita :D

kv. Ásta Björg

laugardagur, apríl 12, 2008

Lang síðan síðast

Góðan daginn kæru vinir.. Váh hvað það er langt síðan ég skrifaði hérna inn síðast. Ég er s.s. búin að vera ótrúlega löt við að skrifa hér inn, hugsa oft um það en ákveð fljótlega að nenna því ekki og fer að gera eitthvað annað.

Síðan síðast er búið að vera brjálað að gera. Vettvangsnámið kláraðist, páskarnir (var reyndar veik alla páskana á meðan fólkið mitt var að sleðast út um öll fjöll), tók upp stuttmynd, fór á skíði til Akureyrar með vinnunni, söng á lokatónleikum og er núna að passa yngstu systur mína í rúma viku.

Afmælisbörn aprílmánaðar eru mörg. Ég vil því óska ...

1. apríl: ...Veru dögg

3. apríl: ...Magneu Gná

9. apríl: ...mömmu

11. apríl: Ágústi Elí

Til hamingju með afmælið:)

Síðan ég skrifaði síðast hef ég trúað því að einhver vill mér eitthvað illt. Yfirleytt hef ég talið mig vera mjög heppna og að það séu góðir í kringum mig sem vernda mig, mars mánuður var ekki svo spennandi. Í mars voru 3 hlutir gerðir sem, tja, ekki beint sköðuðu mig en eyðilöggðu fyrir mér.

nr.1 þegar við Arnar komum heim á miðvikud. fyrir páska eftir strembin dag þá var lýsislykt inni hjá okkur. Við héldum að lyktin kæmi utanfrá svo við lokuðum gluggunum og pökkuðum fyrir vesturferð (fórum vestur yfir páskana). Þegar við komum heim e. páska var enþá rosaleg lykt. Við leituðum og leituðum en fundum ekkert. Síðar kom í ljós að lyktin var í koddanum mínum (rosa blettur á honum), á milli yfirdýnunnar og aðaldýnunnar (svaka blettur á milli en ekki ofan á yfirdýnunni, bara á milli) og að lokum af nýþvegnum fötum sem voru hinumegin í rúminu. Ég flýttu mér náttúrulega að taka rúmfötin af sængunum því þau önguðu og skellti þeim í vél á 60 gráður, það virkaði ekki svo ég þvoði þau aftur á 95 gráðum en lyktin magnaðist bara ef eitthvað var. Við reyndum að þrífa yfirdýnuna en það gékk ekki, létum hana vera úti í viku en lyktin breyttist ekkert. Svo ég ætla að biðja ykkur lesendur góðir, ef þið hafið lent í einhverju svipuðu eða heyrt um eitthvað sem gæti verið útskýringin á þessu að láta mig vita..

nr. 2 þá tók sig einhver til og tók frystikistuna mína úr sambandi. Það fattaðist ekki strax en þegar það kom í ljós angaði húsið svo sterklega af ónýtum mat að það var rosalegt. Ég þurfti náttúrulega að henda öllu draslinu og þrífa þessa ógjéðs kistu. En lyktin kraumar enn. Ef einhver veit hvernig ég get þrifið kistuna almennilega og losnað við lyktina má sá hinn sami láta mig vita.

nr. 3 þá eins og áður sagði var ég veik alla páskana. Ég fór þó á rokkhátíð alþýðunnar og tók upp eitt stykki stuttmynd. Ég stillti myndavélina á hæstugæði og byrjaði að skjóta. En nei ó nei..! Þegar ég skoða videoin þá eru þau pínu lítil og myndin því öll í smærri gæðum. :S

jáh, ég er ekki sú heppnasta í bransanum

En ég nenni ómögulega að skrifa meira í bili, heyrumst

kv. Ásta Björg

(ef þið hafið lítið að gera þá er þetta mjög skemmtilegt video)