sunnudagur, maí 04, 2008

Stutt, létt og laggott :)

vóvóvó.. ég var að komast að rosalegum hlutum!

Mér finnst leiðinlegt að læra hluti sem eru:

leiðinlegir

óspennandi

skila litlu eftir margra tíma lestur

og skipta ekki máli fyrir framtíðina


Annars er ég bara að læra fyrir íslenskupróf núna og það gengur síður en svo vel! Ég vona svo innilega að ég uppveðrist í þessum lestri og fari að finnast þetta svo skemmtilegt að allur heimurinn geti snúist í kringum þetta efni í einn og hálfan sólarhring.

og nei nei nei.. ekki segja að ég sé bara með neikvætt hugarfar og þessvegna sé allt leiðinlegt! Í allan dag hef ég reynt að telja sjálfri mér trú um að þetta efni sé í raun spennandi, áhugavert og eigi eftir að nýtast mér í framtíðinni en ég er bara of gáfuð til að láta glepjast í þann lygavef (þá er ég aðallega að tala um hljóðkerfirfræði - staðvensla og raðvensla!)

Ég var með systur mína krúttu yngstu í pössun í 10 daga um daginn. Það gékk ofurvel, skrifa kannski siðar um það! Annars erum við Arnar að fara til London í 3 vikur núna 17. maí svo að ef þið lumið á einhverjum spennandi stöðum eða ódýrum gistingum látið mig endilega vita :D

kv. Ásta Björg

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I belive in you :x

en reyna er ekki ad skila neinu, haettu bara ad reyna einbeittu thér ad ljosu punktunum, um leid og thu thurkar ut reyna ur ordafordanum tha opnast nyjar viddir.... veit ad thetta er thad sem thu badst EKKI um heheh

3 vikur i London... wow.. GAMAN!!! me want to... Arna veit allt um london, bjalladu i hana

elsk jù gull