fimmtudagur, maí 29, 2008

London #3

Halló..!

Þá er bara rétt rúm vika eftir af ferðinni og VÁ HVAÐ ÞAÐ ER STUTT! ég hef síðustu 5 ár ekki farið í lengri ferðir og yfirleitt nýtt þær mjög vel og gert mikið á þeim tíma en váh hvað mér finnst það stutt núna. Við erum búin að gera rosalega mikið og alltaf nóg eftir.

Núna erum við búin að þessu:

- London eye: Völdum góðan sólardag í það (því miður hefur ekki verið um marga svoleiðis að velja).

- Tower bridge: Skoðuðum sýninguna í flottu vindubrúnni frá 1894 sem allir þekkja þegar þeir sjá :)

- Tower of London: Það var reyndar mjög fínt veður þá og ferlega skemmtilegt. Þar voru leiðsögumenn í búningum sem héldu í raun lítið leikrit fyrir mann í stað þess að segja bara frá. Rosalega gaman.

- Greenwich: Stórmerkilegur staður en þarna fóru fram stjörnuathuganir frá u.þ.b. árinu 1600 og þarna liggur GMT línan í gegn sem öll tímabelti heimsins eru miðuð við. Fróðlegt safn og mjög fallegt svæði.

- O2: Líka kallað "Millenium dome". Þetta er "hvíta tjaldið með gulu stöngunum" :) Flestir þekkja þetta líka þegar þeir sjá það. Fórum þarna í bíó í riiiiiisastórum bíósal að sjá nýjustu Indiana Jones myndina og út að borða með Fiffa og Kristínu.

- Sience museum: Safn sem er tileinkað allskyns vísindum, mikið hægt að skoða og fullt af eldgömlum tækjum og tólum. Loksins þegar við vorum sammála um að fara heim römbuðum við í heilt flugskýli af flugvélum og allskonar dóti og þá var ekki séns að ná Arnari heim næsta klukkutímann!

- Hyde Park - Kensington garðarnir: Erum ekki búin að eyða jafn miklum tíma í afslöppun í Hyde Park og við ætluðum en það er aðallega vegna veðurs sem hefur ekkert verið neitt framúrskarandi þó það hafi svosem ekki rignt mikið. Erum þó búin að rölta aðeins um og skoða Kensington garðana þar sem Díana prinsessa bjó.

- Camden: Vegna fjölda áskorana skoðuðum við risastóran útimarkað í Camden-hverfinu (þar sem Amy Winehouse býr þegar hún er ekki í fangelsi). Það var rosa fróðlegt, mikið að sjá og skoða, FULLT af drasli! Kíkjum þangað kannski aftur ef við nennum...

- Sigla niður Thames: Áður en við fórum í O2 höllina sigldum við að gamni niður Thames með Fiffa og Kristinu. Það var reyndar einn af meiri rigningardögunum en samt gaman að sjá allt frá öðrum sjónarhornum eins og t.d. Tower bridge og Tower of London.

- Dýragarðurinn: Fórum þangað í dag. Vöknuðum snemma (miðað við aðra daga!) til að geta eytt öllum deginum þar og það tókst svo sannarlega. Það opnaði kl. 10, við komum hálf 11 og fórum þegar það lokaði klukkan hálf 6. Þá vorum við búin að stikna í sólskininu og rigna svo niður og rennblotna! En við sáum allavega fullt af dýrum, gíraffa, ljón, tígrisdýr, allskonar litla apa og framandi fugla, górillur, skjaldbökur, lamadýr, brimbrettamörgæsirnar úr myndinni "Surf's up" og allt! :D Rosa gaman!

Auk þessa alls erum við búin að fara tvisvar í leikhús og stefnum á að fara a.m.k. einu sinni enn til að sjá "The Phantom Of The Opera" sem var reyndar alltaf efst á listanum! Það sem við erum búin að sjá er:

- Spamalot: Söngleikur saminn að miklu leyti upp úr Monty Python myndinni "The Holy Grail". Í aðallhlutverki var leikari sem Ásta kannaðist við en fattaði ekki hver var. Í hléi fann hún út að þetta var Alan Dale, leikari úr Nágrönnum og Ugly Betty til dæmis. Það fannst henni voða sniðugt. Svo sáum við hann alveg óvænt í Indiana Jones myndinni þegar við fórum í bíó! Úúúú svaka sniðugt.

- Avenue Q: Söngleikur sem við vissum ekkert um en skelltum okkur á því Fiffi og Kristín mæltu með því (og við fengum það ódýrt :) ) og við sáum ekki eftir því! Ekkert smá fyndið.. þetta er svona hálfgerður brúðuleikur þar sem stjórnendur þeirra sjást samt og syngja fyrir þær og allt. Samt eru líka venjulegir leikarar.. pínulítið gróft á köflum en baaaara fyndið! Mælum með því fyrir alla sem eiga leið um London :)

Jæja, látum þetta duga í bili. Skrifum meira fljótlega! Bless í bili...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

wàwàwàwàwàwà hvad thid erud bùin ad gera margt.... og wàwàwàwà hvad thad er gaman ad skoda hvad thid erud bùin ad gera!!!!
og wàwàwàwà hvad ég hlo af "... thegar hùn er ekki i fangelsi[Amy Winehouse]"

àstar og kaerleikskvedjur
kossar og kram
thitt einlaega fransbraud :):):)

Nafnlaus sagði...

GEÐVEIKT!!! hlakka til að sjá myndir!!

Nafnlaus sagði...

Ertu enn í London :)
Ég er flutt í borgina, væri ekki spurning um að við hittumst :)