mánudagur, júlí 04, 2011

2011-2012

Núna, 21. júlí 2011 er ég að fara í hálfgerða heimsreisu. Ferðaplanið er:

21. júlí 2011 Reykjavík (Ísland) - London (Bretland)
25. júlí 2011 London (Bretland) - Sydney (Ástralía)
29. júlí 2011 Sydney (Ástralía) - Auckland (Nýja Sjáland)
31. jan 2012 Auckland (Nýja Sjáland) - Rio de Janero (Brasilía)
???? 2012 Rio de Janero (Brasilía) - London (Bretland)
???? 2012 London (Bretland) - Reykjavík (Ísland).

Ég er ekki alveg viss um hvenær ég kem aftur en stefnan er að koma heim fyrir næsta sumar. Mér hefur alltaf fundist vera svolítið langt í þetta en núna, núna er allt að gerast.

Í Nýja Sjálandi verð ég sjálfboðaliði. Ég fer á vegum AUS og kem til með að vera með tónlist í kirkjustarfi með börnum og unglingum í 55þús manna hafnarbæ. Brasilía er óplönuð :)

Núna fer allt á fullt við að undirbúa, ráðstefna hjá AUS á morgun og á miðvikudaginn. Síðasti vinnudagurinn á morgun. Pakka og ganga frá öllum málum og umfram allt, njóta þess að vera með fjölskyldunni og vinum :) :)

Engin ummæli: