laugardagur, apríl 12, 2008

Lang síðan síðast

Góðan daginn kæru vinir.. Váh hvað það er langt síðan ég skrifaði hérna inn síðast. Ég er s.s. búin að vera ótrúlega löt við að skrifa hér inn, hugsa oft um það en ákveð fljótlega að nenna því ekki og fer að gera eitthvað annað.

Síðan síðast er búið að vera brjálað að gera. Vettvangsnámið kláraðist, páskarnir (var reyndar veik alla páskana á meðan fólkið mitt var að sleðast út um öll fjöll), tók upp stuttmynd, fór á skíði til Akureyrar með vinnunni, söng á lokatónleikum og er núna að passa yngstu systur mína í rúma viku.

Afmælisbörn aprílmánaðar eru mörg. Ég vil því óska ...

1. apríl: ...Veru dögg

3. apríl: ...Magneu Gná

9. apríl: ...mömmu

11. apríl: Ágústi Elí

Til hamingju með afmælið:)

Síðan ég skrifaði síðast hef ég trúað því að einhver vill mér eitthvað illt. Yfirleytt hef ég talið mig vera mjög heppna og að það séu góðir í kringum mig sem vernda mig, mars mánuður var ekki svo spennandi. Í mars voru 3 hlutir gerðir sem, tja, ekki beint sköðuðu mig en eyðilöggðu fyrir mér.

nr.1 þegar við Arnar komum heim á miðvikud. fyrir páska eftir strembin dag þá var lýsislykt inni hjá okkur. Við héldum að lyktin kæmi utanfrá svo við lokuðum gluggunum og pökkuðum fyrir vesturferð (fórum vestur yfir páskana). Þegar við komum heim e. páska var enþá rosaleg lykt. Við leituðum og leituðum en fundum ekkert. Síðar kom í ljós að lyktin var í koddanum mínum (rosa blettur á honum), á milli yfirdýnunnar og aðaldýnunnar (svaka blettur á milli en ekki ofan á yfirdýnunni, bara á milli) og að lokum af nýþvegnum fötum sem voru hinumegin í rúminu. Ég flýttu mér náttúrulega að taka rúmfötin af sængunum því þau önguðu og skellti þeim í vél á 60 gráður, það virkaði ekki svo ég þvoði þau aftur á 95 gráðum en lyktin magnaðist bara ef eitthvað var. Við reyndum að þrífa yfirdýnuna en það gékk ekki, létum hana vera úti í viku en lyktin breyttist ekkert. Svo ég ætla að biðja ykkur lesendur góðir, ef þið hafið lent í einhverju svipuðu eða heyrt um eitthvað sem gæti verið útskýringin á þessu að láta mig vita..

nr. 2 þá tók sig einhver til og tók frystikistuna mína úr sambandi. Það fattaðist ekki strax en þegar það kom í ljós angaði húsið svo sterklega af ónýtum mat að það var rosalegt. Ég þurfti náttúrulega að henda öllu draslinu og þrífa þessa ógjéðs kistu. En lyktin kraumar enn. Ef einhver veit hvernig ég get þrifið kistuna almennilega og losnað við lyktina má sá hinn sami láta mig vita.

nr. 3 þá eins og áður sagði var ég veik alla páskana. Ég fór þó á rokkhátíð alþýðunnar og tók upp eitt stykki stuttmynd. Ég stillti myndavélina á hæstugæði og byrjaði að skjóta. En nei ó nei..! Þegar ég skoða videoin þá eru þau pínu lítil og myndin því öll í smærri gæðum. :S

jáh, ég er ekki sú heppnasta í bransanum

En ég nenni ómögulega að skrifa meira í bili, heyrumst

kv. Ásta Björg

(ef þið hafið lítið að gera þá er þetta mjög skemmtilegt video)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Impressora e Multifuncional, I hope you enjoy. The address is http://impressora-multifuncional.blogspot.com. A hug.

Nafnlaus sagði...

Farðu á N1 og verslaðu þér Lykteyðir/Lyktgleypir. Lítil dolla sem þú opnar og setur þar sem lyktin er og í 98,7% tilvika hverfur öll vond lykt. Svínvirkar.

Nafnlaus sagði...

Veistu hvað mér datt í hug að hafi ollið þessari lykt...?...
nú auðvitað mávur!... ég held að einhver mávur í borginni hafi kannski komist inn um glugga eins og Gullbrá í sögunni um birnina þrjá og borðað hafragrautinn og lagst í rúmið... sko þetta er eiginlega djók en samt ekki því ég hugsaði þetta í alvöru. Mávar gubba nefnilega lýsislykt og þeir gera það stundum á fólk... og miðað við hvað þeir eru orðnir kræfir í Reykjavík og þá sérstaklega við Reykjavíkurtjörn þá kæmi mér ekkert á óvart ef þeir séu farnir að stelast inn í hús saklausra borgara.
- Gangi þér vel í verkefnagerð og prófum! - Kveðja, Ingunn Huld