miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Hvað er að gerast??


Hellúúúú

Ég tók mig til að varð hvatvís í gær.. Með því helst að kaupa mér nýja fartölvu. Hún var bara ansi ódýr. Flott og með stórt minni svo að ég þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af því að gamla tölvan mín krassi og öll skólagögnin mín tapist því nú er ég komin með nýja tölvu og færði yfir á hana :D Nú þarf ég bara að venjast VISTA og office2007 því ég fæ reynslupakka á það í 3 mánuði :D Riiisa ánægð..


Við Arnar ætlum líka í Interrail í sumar - ef þið lumið á einhverjum frábærum gullkornum og fróðleiksmolum við svona ferðir þá endilega látið okkur vita :D Váh hvað ég hlakka til :D Nú er bara verið að plana og ákveða o.s.frv. Og þegar maður er að því þá langar mig baaara að ferðast eftir útskrift. Núna langar mig mest að fara í enskuskóla til Ástralíu þar sem ég get unnið með. Það kostar vissulega mikinn pening en maður á að fjárfesta í menntun!


Talandi um menntun. Nú er ég rúmlega hálfnuð með háskólanámið mitt. Á þessum tíma á næsta ári verð ég að klára og útskrifast væntanlega sem tónmenntakennari (ég þurfti því miiiður að hætta á leiklistarbraut því að það var bara ooof mikið að gera). Ég ætlaði alltaf að taka master í stjórnun en núna langar mig eiginlega meira í söngnám eða tónlistarnám :s hvað á maður að gera.. ég bara veit ekki *-)

Ég hef oft skammað sjálfan mig fyrir að hrósa ekki fólki þegar það gerir eitthvað gott. Þegar ég fæ hrós líður mér rosalega vel þó ég fari alveg í hnút og afhverju ekki, þegar maður hefur tækifæri til, að láta öðrum líða vel? - Þetta er nýja stefnan mín (þó ég gleymi því stundum) þ.e. að hrósa fólki þegar það hefur staðið sig vel. Fleiri ættu að gera slíkt hið sama :)

En vó vó vó - þetta er búið að vera ooof lang frá mér..

samantekt : gaman að vera til - lífið er yndislegt og hrós er æði gæði

kv. Ásta Björg :D

3 ummæli:

Guðrún sagði...

Já Ásta Björg þú og leiklist, sönglist eigið vel saman. Sé þig í framtíðinni ekki mjög skýrt án þess að þessir þættir hafi eitthvað að segja í þínu lífi. En það er kannski bara nóg að syngja við uppvaskið og leika í svefnherberginu!
kv. Gunna. Líst vel á framtíðarplönin og ferðahugmyndirnar.

Nafnlaus sagði...

hæ hæ mín elskulegasta! Ég er óenanlega stolt af þér þú ert svo dugleg og kraftmikil kona! Frábær hugmynd hjá þér að fara til Ástralíu, kanski að ég komi bara með þér (er að plana að fara jafnvel eftir jól!) og þegar þið farið í interrailið, látið mig þá vita svo þið getið heimsótt mig!!!! Gaman að sjá hvað þú ert hamingjusöm! elska þig*

Nafnlaus sagði...

Hæ...
- hljómar MEGA skemmtilega, interrail, enskuskóli...
vinkona mín er einmitt á interrail núna... - kannski fróðleiksmola að finna á síðunni þeirra www.tinnas.bloggar.is
Þú ert æði og yndigull og með eindæmum hæfileikarík og ljúf!!
- Ingunn Huld