föstudagur, desember 28, 2007

Jólaglens


Fyrir ekki svo löngu síðan og frekar langt í burtu þá var jólasveinninn aðgera sig kláran fyrir sitt árlega ferðalag til byggða. En undirbúningurinn gekk allur á afturfótunum.

Fjórir af álfunum hans voru veikir og lærlingsálfarnir, sem þurftu auðvitað að leysa hina af, bjuggu ekki leikföngin tilnógu hratt svo sveinki var farinn að finna fyrir smá stressi á að standast ekki tímaáætlun.Til að slá aðeins á stressið þá fer hann í vínskápinn sinn og ætlar að fá sér einn sterkan út í kaffið til að athuga hvort hann nái ekki að róa signiður en sér þá að álfarnir hans höfðu komist í vínskápinn og það var ekki dropi eftir.

Við að sjá það þá magnast stressið upp úr öllu valdi og hannmissir kaffibollan sinn í gólfið þar sem hann brotnar í spað.Hann fer og sækir kúst en sér þá að mýs hafa étið öll stráin á hausnum á kústnum svo hann kom ekki að neinu gagni.

Þetta var nú ekki til að bæta skapið hjá sveinka og þegar hann gerði sigtilbúinn til að öskra, í þeirri von að losna við eitthvað af jólastressinu,þá hringir dyrabjallan. Hann fer til dyra og sér þar lítinn engil með stórt jólatré undir arminum.

Engillinn segir við sveinka: " Hvar vilt þú að ég setji þetta tré, feiti?"
.........og þannig kom það til að það er hafður engill efst á jólatrénu

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt Nýtt Ár Skvís.. Þökkum Árið sem er að líða..
Kv. Aníta, Siggi og Aþena Kiddý :)

Nafnlaus sagði...

Góður djókur ...
Til hamingju með daginn!!