mánudagur, janúar 21, 2008

gleðilegt nýtt ár

Þá er maður loksins að hafa sig í það að skrifa hérna inn. Ég get ekki sagt að það sem af er ári hafi verið yndislegt því fljótlega eftir áramót réðst flensan á mig og hefur verið að halda mér frá skóla þar til nú. En auðvitað þegar hurð lokast opnast gluggi og loks þegar flensan hætti fékk ég tannpínu sem endaði á því að dregin var úr mér endajaxl. Það átti reyndar að gera það fyrir 2 og hálfu ári síðar en nú gat það ekki beðið lengur. Í morgun fór ég í sakleysi mínu til tannlæknis og kom heim einni tönn og nokkrum þúsundköllum fátækari. Ég er ekki enn byrjuð í skólanum því að fyrstu vikuna var vettvangsnám (og ég var e-ð veik í því) svo var ég heima fyrstu vikuna í skólanum en ég vona að á morgun verði ég hress þó andlitið á mér sé töluvert stærra en það á að vera út að tannleysinu.
Annars var árið nú gott, ég var heima hjá Arnari og fjölsk. á gamlárs og mikið var yndislegt að taka á móti nýja árinu í fanginu á honum Arnari. Við skutum upp einum flugeld, miðnætur bombunni okkar sem kostaði 500 krónur og lögðum þar með inn okkar framlag til björgunarsveitanna stolt :)
Ég nenni ekki að skrifa inn einhvern annál enda að koma febrúar, árið leggst þó vel í mér enda eins og máltækið segir, "fall er fararheill". Næst á dagskrá er Akureyri - vinnuferð og Borganes - bústaðarferð. Svo er planið tekið á USA í mars (sem ég vona að verði að veruleika). Annars vit ég ykkur vel að lifa og ég vona að ég verði duglegari að skrifa inn á nýja árinu..
kv. Ásta Björg

Engin ummæli: