miðvikudagur, ágúst 15, 2007

sitt lítið af hverju

Váh... núna er maður farin að hlakka til..! Fjúff.. Ég er uppfull af spenningi yfir utanlandsferð minni og Arnars.. brottför eftir nokkra daga en MARGT sem þarf að gerast fyrir þann tíma. dæmi:
  • Pakka (enda að flytjast suður)
  • undirbúa og pakka sér fyrir Parísarferðina
  • hafa skóladótið tilbúið þ.s. ég fer í skólann 4 tímum eftir að ég kem heim frá París
  • djamma (enda skilst mér að það sé 0furdjamm hér fyrir vestan á fös og ekki síðra á lau)
  • keyra suður
  • þrífa herbergið mitt (og náttúrulega kannski smá klára að skola af mýrarboltaförum! jáh ég veit það eru 2 vikur síðan ég var í mýrarboltanum :$ )

Jáh, þá er það kannski svona nokkurn vegin upptalið. Auðvitað fylgir þessu að ég er að vinna á daginn svo að það eru í raun bara tvö kvöld til að gera meirihlutan af þessu öllu saman

Í gær hitti ég Bertu, Guðbjörgu, Veru og Gunnu Dóru heima í nýja fína húsinu hennar Gunnu Dóru. Svaka hóst sem stúlkan er maður. Bara ostar og læti á borðum. Rosa gaman að hitta þær - takk fyrir mig :D

Þó tilhlökkunin sé vissulega mikið að halda á vit ævintýranna eru aðrar tilfinningar sem toga hugmyndirnar og gleðina til baka. Þannig er það nú að ekki er hægt að fá allt í einu og þ.s. ég er að flytjast suður (sem vissulega er plús v/skólans, vina, Arnars o.fl) þá er líka leiðinlegt að hafa ekki fjölskylduna og systur mínar. Váh hvað ég á eftir að sakna þeirra OG ég tala nú ekki um Salvöru Sól. Ég er búin að vera með henni nánast á hverjum degi síðan hún fæddist! ég er ein tilfinningaflækja. Ótrúlegt hvað maður getur verið viðkvæmur þó lífið sé frábært.. Alveg ótrúlegt

En þar sem ég hef verið að fá skammir frá vinum *ræskj* Regína!*ræskj* fyrir að skrifa ekki oftar hér inn þá fylgja þau skilaboð að það er kreisí beisí að gera, en ég skal lofa að reyna að vera duglegri..

og út frá því er gaman að segja að þrátt fyrir það hef ég skrifað (síðan miðvikudaginn 6. apríl 2005) 283 pósta (með þessum) sem gerir að meðaltali rétt rúmt 3ggja daga millibil á milli færslna svooo að ég er bara ansi öflug.. ha ;)

heyrumst..

kv. ásta björg

Engin ummæli: