Jæja.. Þá er ég loksins búin að þrífa herb. mitt og fara með mýrarboltafötin mín út í vatn. Vaaaáh hvað vatnið var kalt :s Við systurnar (fyrir utan þá yngstu náttúrulega) fórum niður að vatni seeint í gærkv. (um miðnætti) og skoluðum fötin. Þau voru síðan hengt út á snúrur áður en þau geta farið í þvottavélina. Enginn smá prósess að þrífa svona föt ! :s
Annars styttist óðum í allt. Skólann, brottför, útlönd. Ég hef komist að því að spenningur (Sbr. tilhlökkun) er ekki endilega af hinu góða. Maður er ofurspenntur sem leiðir út í stress svo að maður fær bara magasár. Því hef ég ákveðið að vera ekkert að fá magasár yfir svona hlutum.. Ef því er ætlað að ganga upp þá gerir það það væntanlega. Er það ekki yfirleytt svoleiðis?
Arnar fór í gær til Sirru systur mömmu hans til að fá uppl. um París. Hún var svo frábært að sýna honum fullt af flottum stöðum til að vera á sem eru ekki endilega túrista e-ð. Svo ætlar hún að lána okkur kort sem búið er að merkja inná svo við getum fengið sem mest út úr ferðinni. Með því er stór stress pakki farinn hjá mér svo að bara TAKK KÆRLEGA FYRIR :D
Svaka flott hverfi víst þó hótelið sé lélegt!
En ég ætla að vera dugleg að vinna núna. bara rúmlega einn dagur eftir (samt eiginlega tveir því ég er bara búin með klukkut. af þessum degi..)
kv. Ásta Bj
Engin ummæli:
Skrifa ummæli