fimmtudagur, júlí 19, 2007

Sjúkdómur eða veikleiki viljans?

Lengi hef ég velt fyrir mér þvi hvort fíkn, sbr. áfengis, fíkniefna og tóbaksfíkn sé í raun sjúkdómur. Talað er um að alkahólismi sé sjúkdómur og því geti fólk sem haldið er þessum sjúkdómi lítið gert að því þó það drekki frá sér allt vit. Ég hef aldrei verið fyllilega sátt við þessa afsökun sem gefin er út til að friða þá veikburða sem falla í þá gröf sem áfengið leiðir þá.

Nýlega fór ég að leita mér heimilda um hvernig sjúkdómur er skilgreindur og skv. alfræðiorðabókinni wikipedia má sjá þessa skilgreiningu:

"Sjúkdómur er fyrirbrigði sem veldur óeðlilegu andlegu eða líkamlegu ástandi, sem felur í sér óþægindi eða skerta afkastagetu hjá þeim einstaklingi sem þjáist af sjúkdómnum. Önnur fyrirbrigði sem geta valdið slíku ástandi eru slys, fötlun og heilkenni, en yfirleitt eru þessi hugtök aðgreind frá sjúkdómum.

Í
læknisfræði er sjúkdómur, sem þá er álitinn hafa tiltekna þekkta orsök, aðskilinn frá heilkenni, sem er einfaldlega samsafn einkenna sem eiga sér stað samtímis. Engu að síður hafa orsakir ýmissa heilkenna verið uppgötvaðar, en þó er yfirleitt haldið áfram að tala um heilkenni í þeim tilfellum. Eins er oft talað um sjúkdóma þótt orsakir þeirra séu ekki nákvæmlega þekktar, en oft er þá um það að ræða að hegðun þeirra sé slík að tilteknir orsakaflokkar séu líklegri en aðrir. Skilgreining á sjúkdómum er bæði erfið og breytileg. Sem dæmi má nefna að í lok 19. aldar var talið að samkynhneigð væri sjúkdómur, en er það ekki í dag. Á hinn bóginn er tiltölulega stutt síðan þunglyndi var almennt viðurkennt sem sjúkdómur."

Samkvæmt þessari skilgreiningu er þó hægt að segja að óvarkár áfengisdrykkja sé sjúkdómur en vil ég þá í því samhengi benda sérstaklega á síðustu tvær línurnar "Skilgreining á sjúkdómum er bæði erfið og breytileg. Sem dæmi má nefna að í lok 19. aldar var talið að samkynhneigð væri sjúkdómur, en er það ekki í dag. Á hinn bóginn er tiltölulega stutt síðan þunglyndi var almennt viðurkennt sem sjúkdómur." Við flest getum nú verið sammála um að samkynhneigð sé ekki sjúkdómur, en þó er ekki hægt að tala beint um val einstaklingsins. Hvað má þá segja um ótæpilegt magn áfengis og annarra vímugjafa.

Ef tóbak er tekið til skoðunnar má segja að flestir reykingarmenn séu sammála um það að ástæða langvarandi reykinga sé sú að þeir séu ekki nógu sterkir til að hætta. Það þurfi mikinn viljastyrk til að hætta þessum ósóma og því mjög erfitt að leggja hann til hliðar. Af því má draga að reykingar séu veikleiki viljans en ekki sjúkdómur.

Allt snýst þetta um val, val mannsins og ákvarðanatökur. Í upphafi velur maðurinn að reykja, þó oft sé sagt að vinahópurinn hafi hrakið hann í reykingar. Nauðsynlegt er þá að hugsa til þess að í lokin er það einskalingurinn sjálfur sem tekur þá viðamiklu ákvörðum að byrja - vinahópurinn þvingar ekki upp í hann sígarettunni og neyðir hann til að soga að sér þangað til honum finnst það gott.

Út frá þessum hugleiðingum er gott að fara yfir í áfengisfíknina. Er fólk neytt til að drekka í fyrsta skipti? Má aftur kenna vinahópnum um? Eða er þetta áunnin sjúkdómur?

Ég hef alltaf litið á sjúkdóm sem fyrirbæri er leitað er að lækningu fyrir og eitthvað sem maðurinn getir ekkert gert við sbr. krabbamein, hiv o.s.frv. Ef nægur vilji og nægt sjálfstraust er fyrir hendi er hægt að sigrast á ýmisskonar vímuefnafíkn. Það gengur þó ekki einungis þegar unnið er á móti krabbameini og öðrum sjúkdómum í þeim dúr.

Því legg ég þessa spurningu fyrir ykkur..

Engin ummæli: