mánudagur, júlí 23, 2007

Helgin mín :D

Þegar helgin átti að byrja fékk ég ansi skemmtilegt símtal. Arnar var þá að hringja og biðja mig að sækja sig á flugvöllinn e. 35 mín því hann var uppi í vél á leiðinni vestur.. jeijj :D


Fyrst hann var nú komin ákváðum við að skella okkur í gamla bakaríið (reyndar á laugard.) og spjalla aðeins við Rut. Hún hafði að vanda mikið að segja og bauð okkur uppá gúmmelaði sem forsetinn fær sér alltaf er hann kemur (við urðum að fá svoleiðis líka fannst henni ;) )
Við fórum uppá Bolafjall en Arnar hafði aldrei komið þangað. Hann var ekki að fíla hæðina enda ógjéðslega hátt niður! (þó ég hafi nú verið sátt ;D )

Uppi á Bolafjalli fann ég snjó og ákvað að taka íslenska mynd handa útlendinum.. yfirskriftin á að vera " ICELAND IN JULY" ;pÁ leiðinni í snjóinn steig ég í drullu! Eins og sést var ég EKKI sátt enda GLÆ NÝJIR OG ÓNOTAÐIR skór sem ég var að býsnast yfir að væru komnir með smaaá drullu á sólann.. jáh.. veröldin gerir grín að svona smámunum!
Svo var brugðið á smá leik (enda gera það mögulega allir sem sjá þetta skilti)
Þetta var s.s. mjög skemmtileg og óvænt helgi. Ég skellti mér þó ekki á Ögurball heldur gaf foreldrum mínum "leyfi" til að fara. Ég tók mið til og hugsaði um börnin og tók mig víst ansi vel út með pelann fyrir litlu systur (að Arnars sögn)
Núna er stefnan tekin á rvk næsta föstudag þar sem ég er að fara m. Arnari í brúðkaup á laugard. hjá Orra Hugin frænda hans og Hrafnhildi.
Bið að heilsa ykkur í bili, hugsa að ég sé á leið í rúmið, enda þreytt eftir erfiðan dag í vinnunni ..
kv. Ásta Björg


Engin ummæli: