fimmtudagur, júní 07, 2007

myndir af nýjustu og fl.

Ég var að setja inn myndir af systur minni (þessari nýjustu). Þær eru kannski svipaðar allar en þetta er aðallega gert fyrir ættingja og vini sem eru ekki nálægt og geta ekki fylgst með henni. Þið getið nú samt kíkt á þær hér.

Annars fannst mér svolítið fyndið þegar ég skrifaði Take That diskinn. Ég hlakkaði svoo til að fara að hlusta á hann (klukkan var sko að verða tvö þegar ég skrifaði hann ekki 1:17 eins og bloggið sagði) og vakti extra lengi til að geta fengið að hlusta á hann á leið í vinnuna daginn eftir. EEENNN afþví að ég vakti svo lengi svaf ég yfir mig og var svo grút mygluð að ég gat ekki hugsað mér að hafa hjóð í bílnum á leiðinni í vinnuna.. Þannig að af þessu lærði ég að stundum er betra að bíða með ákv. hluti til morgundagsins.. (ég hlustaði reyndar á hann á leiðinni heim svo það var alveg smaaá þess virði)
EN talandi um að keyra í vinnuna. Ég þarf að keyra Óshlíðina þegar ég fer í vinnuna, enda á ég heima í Bolungavík en í vinnu á Ísafiðri. Mér finnst eitthvað svo heillandi við að keyra hana. Ég veit hún er stór hættuleg enda líður varla sá dagur að ég mæti grjóti á miðjum vegi eða úti við kant þegar ég er á leiðinni í vinnuna á morgnanna eða sé litlar steinvölur sem hafa dreifst yfir veginn. Samt sem áður finnst mér hún flott og kvíði satt að setja að hætta að keyra hana og keyra þessa fallegu leið í göngum. Það er svo sjarmerandi að keyra svona hjá rosalega fallegum og tignarlegum fjöllum á meðan stórbrotni og leyndardómsfulli sjórinn er við hliðina á, tala nú ekki um þegar sólin er að koma á loft. Draumi líkast. En þrátt fyrir allt þetta er öryggið framara fegurð og því styð ég göngin. Kveð með söknuði en létti.


Hvað sem þessu líður tel ég tími komin til að fara að sofa. Ég var uppgefin af vöku í vinnunni í dag og komin tími til að hvíla sig.


Bið að heilsa..


Ásta Björg

3 ummæli:

Gugga Stebba sagði...

Óshlíðin er töff :)

Nafnlaus sagði...

jahaaa.. :D vúhú ;)

Nafnlaus sagði...

hún litla systir þín er sko æðislega sæt:)
heyrumst fljótlega:)
kv. Jóhanna