mánudagur, júní 11, 2007

Góða Vinnuviku :D

Ég ætla að reyna eftir fremsta megni að eiga góða vinnuviku. Helgin var s.s. ágæt, fór með systur mínar í sund á laugard. þar sem Þorsteina gerði sér lítið fyrir og synti á bakkan með tilheyrandi blóðnösum og fleiru. Garðurinn heima er orðinn svaka fínn, búið að planta niður blóum,. slá og reyta arfa og ég get ekki sagt að ég eigi nokkrar þakkir skilið fyrir það þ.s. mamma, pabbi og systur mínar sáu alfarið um þá deild. Einnig er búið að mála tvo trébekki þ.e. bera á þá vörn í rauðum lit og ég get einnig ekki tekið nokkrar þakkir fyrir það. Af því má draga að helgin hjá mér fór í að svíkjast undan verkefnum sem mamma setti mér fyrir og vera með samviskubit yfir því :s

Næsta helgi verður nú örugglega betri þ.s. ég er að fara til Arnars í afmæli :D jeijjj...

En núna ætla ég að vinna smá, ákvað bara að henda inn smá uppl. um helgina þó litlar séu..

En svona til gamans - horfið á þetta :D

Kv. Ásta Björg

Engin ummæli: