
Evróvisjón keppnin er á næsta leyti og allir vafalaust farnir að hlakka til. Mér finnst lagið okkar ágætt og trúi því að það nái ágætis árangri (reyndar hafði ég tröllatrú á Silvíu í fyrra en það fór sem fór). Vonandi verða allir í góðum gír saman að horfa, ég missi sennilega af Íslandi og einhverju meiru þar sem ég verð að vinna til rúmlega sjö en kannski næ ég einhverjum lögum..
Núna er ég annars bara að læra undir próf. Það er próf hjá mér á morgun í Námskrárfræði-námsmat og víst mikið fall. Mér gengur ekki vel svo að ég hugsa að próf í Ágúst sé ekki fjarri lagi. Svekkjandi! Kannski ef ég hætti að skrifa alltaf hér inn þá myndi mér ganga betur, kannski ekki.. hver veit. Mig langaði annars bara að láta vita að ég sé á lífi. Ég er búin að vera ansi þreytt síðustu daga og ekkert rosalega brosmild en þetta fer allt að lagast. Prófin að verða búin, lítil systir eða bróðir á leiðinni og sumarið að koma. Hlakka til að heyra í ykkur sem flest :D
Kv. Ásta Björg
3 ummæli:
svo semjum við eurovision lag og rústum þessu ef hann tekur þetta ekki.
Gangi þér vel í loka-próf-sprettinum! :-D
Begga: jáh.. auðvitað.. fyrst þeir komust ekki áfram. Ætli við þurfum samt ekki fyrst að flytjast til austur-evrópu og flyhtja lagið þaðan, þá er gefið að við komumst í aðalkeppnina
vera: takk kærlega fyrir :) vonandi hefur þú það rosa gott í prófleysisprettinum
Skrifa ummæli