Í gær var ég viss um að ég myndi syngja..
"til hamingju ÍÍsland, með að þú fæddist hér, þú ert Eiríkur Rauði, við höldum með þééér, Júróvisjon nation á sko sjéns - ekki í þig, þú ert þar til að vinnidda, trúðu á miiig - töff töff töff"
(ókey, þetta er freekar hallærislegt :s)
..EN, ég fékk það ekki, mér til mikillar ógnar og skelfingar. Ég hafði svo mikla trú á honum! Ég verð að taka sömu afstöðu núna til Evróvisjón eins og ég geri með Handboltann. Við getum ekki neitt, nennekkað fylgjast meðissu..!
Allavega, er núna að byrja að læra fyrir Stærðfræðipróf.. spennó :D:D :s (neih, ekkert voða..!) En það próf er á mánudaginn.
Hei, svo er ég að fara í Evróvisjón partý á laugardaginn, þar verður hver og einn að vera fulltrúi eins lands og viti menn, ég fékk lélegasta landið í keppninni sem á síst skilið að vera í aðalkeppninni. Fyrsta lagið í gær, sem brennur örugglega enþá í eyrum manna þar sem það var falskt trommulag - Búlgaríu. Neeeiiii....!!! (ég ætla að fara að fræðast um Búlgaríu á eftir og finna eitthvað sem er svo fjarri evróvisjon-laginu að hálfa væri nóg..
enívei, læra.. hmmmm
heyrumst og sjáumst, sólskins, innipróf kveðjur- Ásta Búlaríga Björgvinsdóttir (sándar vel.. ! nii)
föstudagur, maí 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli