mánudagur, maí 07, 2007

mappa og próf


Ég er búin að vera að vinna að möppu núna í allmarga daga, núna er hún alvega að spella saman og bara svona smádúttl eftir en ég nenni ómögulega að gera þetta dúttl, eins mikill dúttlari og ég er :s





Svo er próf á morgun og ég er enn að vinna í þessari möppu (sem ég á líka að skila á morgun og gildir í rauninni meira en prófið sjálft eða 50% á móti 30%). Það er þá próf númer 2 hjá mér. Nóg að gera!

Ég get ekki sagt að ég þjáist af próf-stressi en nóg er um að vera og því ómögulegt að halda einbeitingu sem veldur því að það er ansi stutt í pirringinn sem kemur út eins og stress..

Þá set ég bara rólega tónlist á fóninn og anda nokkrum sinnum inn og út. Þá reddast þetta vanalega.

Annars ætla ég að horfa aðeins meira á dúlleríið sem ég á eftir að gera í möppuna mína og athuga hvort það gerist ekki ef ég horfi nógu lengi á það.

kv. Ásta Björg próf-fi.. (eða e-ð :s)

Engin ummæli: