Góðan Dag, Góðan dag...
Ég skipti um myndir hérna fyrir neðan.. þær voru of vandræðanlega myglaðar.. þó þessar séu í raun ekkert minna vandræðanlegar.. en það skiptir ekki máli.. þær eru ekki myglaðar.. :D
Í gær fór ég í saumó til Öddu.. við erum 5. Það vantaði 2 (önnur lasin og hin nýbúin að eignast barn) þannig að, eins og glöggir lesendur hafa vafalaust áttað sig á, við vorum þrjár. Það er nú kannski ekki alveg hægt að kalla það saumaklúbb.. meira svona hittingur. En það var rosa gaman að hitta stúlkurnar. Hrós til Öddu fyrir frábærar móttökur og veitingar.
Núna er aftur á móti brjálað að gera í skólanum, aðallega samt út af því að ég hef ekki alveg verið að vinna jafnt og þétt, svo brjáluðheitin eru 150% mér að kenna :s EN maður verður að taka því eins og öllu öðru. Ég er enn að vandræðast yfir sumrinu, hvar ég eigi a vinna og svoleiðis.. kannski of snemmt að byrja að vesenast yfir því?? neeih ég held ekki..
en núna er ég víst í tíma.. á ætti þá sennilega að vera að læra.. og fyrst ég er svona langt eftir á í náminu finnst mér eiginlega vera skylda mín að fylgjast með.. þannig að
ég bið að heilsa
kv. Ásta Björg
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli