sunnudagur, janúar 28, 2007

Áfram Ísland

Áfram Ísland..




Það er allt gott að frétta héðan úr höfuðborginni. Á síðustu helgi fór ég í sumarbústað með nokkrum krökkum úr bekknum.. Það var rosalegt stuð.. mörg spil spiluð, úber limbó keppni, heitapottsspjall og fl. Sumarbústaðurinn var reyndar að hruni kominn og leiðin þangað gékk ekki hrakfallalaust fyrir sig en engu að síður mjög skemmtileg og minnisstæð.


Limbó sigurvegarar (Aldís og Anna) - Jóhanna, Ásta og Steinunn - Dansi dans í bústað..



Á Laugardagskvöldinu var svo kveðjuparty fyrir Steinunni en hún var að flytja til Florida á föstudaginn sl. Það var svaka stuð og stemmning í bænum..



Hrafnhildur, Steinunn og Ásta, - Steinunn og Ásta - Heiðrún, Steinunn og Ásta



Alla vikuna var ég svo í áheyrn í Kársnesskóla því ég á að fara að kenna í 2 vikur í honum í mars.. Það var mjög gaman og áhugavert. Sl Föstudagskvöld var svo X-Factor party heima hjá Jóhönnu úr bekknum. Það var neflinega ein úr bekknum okkar að taka þátt og komst að sjálfsögðu áfram þannig að það verðr annað partý næsta föstudag..




Stuð stuð stuð... - X-Factor stjarnar hún Ásdís og Idol Stjarnar og Guðrún Helga




Á laugardagsmorguninn fór ég svo í klippingu og litun til Dagný Thelmu vinkonu og saumaklúbbsfélaga, en hún var að taka sveinsprófið sitt og ég var hármódel fyrir hana.. Ég gleymdi reyndar að taka mynd en fattaði seeint um kvöldið að ég ætti að sýna ykkur nýja lúkkið.. svo ekki horfa á mig, horfið bara á hárið (ég er ansi sjúskuð á myndunum:S )





Ásta Mygludós með fína hárið ;)


en núna ætla ég að horfa á landsleikinn GER - ÍSL.. þó við séum að drööllu tapa :S


kv. Ásta Stutthærða :)


Engin ummæli: