Dagurinn í gær var ansi rólegur.. Var aðeins í skólanum, fór heim að læra og svo í vinnuna. Eftir vinnu fórum við steinunn að læra í stærðfræði og ojj hvað maður er komin með feitt ógeð af stærðfræði..! Við ákváðum í framhaldi af því að leika okkur bara aðeins að skoða bókina og fórum svo bara út í sttóóórann göngutúr. Það var ógeð kalt en samt voða notó að vera úti.
Horfðum líka á myndina She´s the man..Hún er ágæt, svolítið ýkt en ágæt.. Step Up er næst á dagskrá..:D
En annars er ósköp lítið að frétta.. Mig langar að fara til DK að heimsækja Beggu... Svo langar mig að fara til Florida að heimsækja Steinunni þegar hún fer út oog svo langar mig að endurtaka helgina síðan í janúar í london.. hún var æði.. Og svona til að hafa meðfylgjandi mynd með þessari færslu.. uhh, já. Ég á ekki mynd af okkur Beggu (kræst, ég á ekki mynd af okkur Beggu :S) og svo á ég bara venjulegar myndir síðan ég var í Florida síðast.. þannig að hér er mynd af mér í London :)

kv. ásta björg
1 ummæli:
hólí mólí ásta! Ég verð að fara að leita að mynd af okkur.. þetta er nú engan vegin nógu sniðugt... Ég er annars að koma heim í smá stund (fim - lau) - allt um það á www.blog.central.is/chica
Skrifa ummæli