Ég keyrði í fyrsta skitpi í gær til Keflavíkur.. (kjúllin ég hef ekki þorað því áður og alltaf látið Arnar keyra en nú þarf maður að verða sjálfstæður, ha..!) Ég var rosalega stolt af mér :D kannski ekki mikill áfangi en ég yfirkomst hræðsluna :) Við mamma vorum í Keflavík hjá Ingu vinkonu hennar mömmu. Hún tók á móti okkur með rosalega góðri tómatsúpu og svo var bara spjall og farið út í heitapottinn.. ohh, það var svoo mikið notalegt.. Ég gleymdi alveg stað og stund og naut mín bara í pottinum.
Um kvöldið var svo bekkjarpartí. Það var bara fínt. Gaman að kynnast aðeins krökkunum í bekknum.. Svo fór strollan niður í bæ en ég ákvað að fara bara heim. Engan vegin í stuði til að fara niður í bæ..
Núna er ég svo á leiðinni í afmæli til Kristínar Helgu frænku.. Hún er 17 ára í dag blessunin og er búin að fá bílprófið, til hamingju skvís..
ein svona meðfylgjandi mynd af okkur :D

kv. ásta bj
2 ummæli:
Vá ég er ekkert smá stolt af þér :-D Ég er rétt svo byrjuð að þora að keyra í reykjavík og það vara bara út af því að ég neyddist til að setjast undir stýrið til að komast út úr bænum til að keyra Vestur. Annars hefði ég ekki gert það :op HAHA
Farðu vel með þig skvís :*
Sætar frænkur ;)
Gaman að fá þig í heimsókn í Kefló um helgina...
Sé þig í kvöld skvís
Sunna Dís
Skrifa ummæli