miðvikudagur, október 18, 2006

Stutt hár, teinar, stærðfræði.. ekki að gera sig..!

HAHAHAHA, ég ætlaði aðeins að skrifa um gamla mynd sem ég fann í tölvunni minni en í því fer stærðfræðikennarinn minn að skelli hlæja.. Og vitið menn, hún ver að hlæja af því að lausnin við e-ð dæmi var svo skemmtilegt.. í því sprakk allur bekkurinn út hlátri og 5 mín voru teknar í að hlæja, því þetta var allt svo skemmtilegt. Til gamans má geta að þessi yndislega kona (sense þe tón)samdi Geysla stærðfræði bækurnar sem eru að gera alla stærðfræði kennara brjálaða og alla nemendur ruglaða. En ég get fullvissað kennara, foreldra og nemendur að höfundurinn skemmti sér ansi mikið yfir gerð þeirra. Já, það er gott að hafa áhuga á því sem maður starfar við!

En enívei. Ég fann mynd sem var tekin árið 2003. Þá var ég búin að klippa mig stutt, ótrúlega grönn (einum of mikið af því góða!), nýbyrjuð með Arnari og með teina.. Já.. Það var ekki að gera sig eins og lesendur sjá kannski á meðfylgjandi mynd..!



ég get ekki annað en ælt, og hrist höfuðið yfir þessari mynd.. Æðislegur tími, en má maður bara líta svona út!! já þá bið ég frekar um að þetta lúkk :)



En já, annars er bara kreisí að gera.. er búin að vera á útopnu öll kvöld. En núna ætla ég að fara að halda áfram að læra í þessari stærðfræði :)

kv. úr Hamri st. 203 Ásta Björg :)

1 ummæli:

Vera sagði...

Mér finnst þú miklu flottari á neðri myndinni :)