Já, það má með sanni segja að þessi dagur var ansi skrautlegur. Ég hef núna komist að því að ef e-ð fer úrskeiðis þegar maður vaknar á morgnanna þá er eiginlega betra að fara bara ekkert framúr. Dagurinn í dag var þannig.. :( een þó, þrátt fyrir þennan, tja, ömurlega dag þá tókst okkur Steinunni að klára ritgerð í Íslensku sem hefur sitið á hakanum ansi lengi. Ekkert smá sátt með það. Annars reynir maður bara að vinna úr þeim málum sem gerðu daginn ömurlegann.. (dregur kannski fögnuðinn um íslendkuritgerðina niður :S) og já, til að toppa daginn þá þegar ég ætlaði nú loksins að fara heim og slaka á eftir KILLER dag þá ákvað sjónvarpið mitt að hafa ekkert hljóð á sér :S (reyndar fer það stundum en hefur verið inni sl. daga)
Já krakkar mínir, mitt heilráð er það að ef e-ð fer úrskeiðis í byrjun þá er það ekkert að fara að stopp.. sjaldan er ein báran stök og storminum er ekkert að fara að linna.. (reyndar kemur heilráðið frá Arnari en ég ætla að tileinka mér það hér með, ekki seinna vænna)
kv. Ásta Björg
fimmtudagur, október 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Aji já svona dagar eru hræðilegir kannast við það!
Skrifa ummæli