mánudagur, október 09, 2006

skólaæði :D

Núna er margt búin að gerast síðan ég leit hérna við síðast.. Skólinn er alveg uppúr öllu valdi, það er bbbrjálað að gera í honum. Maður lærir alla dag, vaknaði snemma á lau og lærði, svo fór sunnudagurinn líka í að læra og einnig öll kvöld.. ásamt auðvitað öllum dögum.. Ég er svo líka alltaf að vinna með. Ekkert þannig að gera í vinnunni, þyrfti bara að vera ekki að vinna því að ég hef bara ekki tíma til þess. Mér finnst eiginlega meira að gera núna en í lögfræðinni, kannski er það bara af því að ég er ákveðnari og einbeittari í að læra fyrir tímana.. :s

Er að fara að halda fyrirlestur um Fröbel á morgun, það er ekki laust við það að það eru nokkur stór fiðrildi í maganum út af því en það reddast alveg. Vildi bara óska að ég væri ekki svona mikill fullkomnunarsinni hvað varðar verkefni sem þetta, enginn má hafa skoðanir því mínar eiga alltaf að vera réttar, er það ekki?

Mamma og stelpurnar koma vonandi á fimmtudaginn eða föstudaginn er farin að sakna þeirra svolítið verð ég að viðurkenna. Svo er líka bekkjarpartí hjá bekknum á laugardaginn.. svaka fjör og nóg um að vera.


Ætlaði að henda inn nokkrum myndum, virðist ekki vera að virka, en ég bið bara að heilsa í bili

kv ásta bj

Engin ummæli: