Jæja, þá er ný vika byrjuð og eins og alltaf þá er alveg nóg að gera í vikunni, skila 3 verkefnum, 1 ritgerð og svo lesa fjöldan allan af greinum og öðru skemmtilegu lesefni.
Ég gerði mér lítið fyrir að horfði á leikinn í gær, ManUtd - Liverpool. Langt síðan ég var e-ð inn í þessu (var alveg með þetta á heilanum þegar ég var sjálf í boltanum..) en tja, lengi lifir í gömlum glæðum og ég horfði ansi stolt á mína með með ManUtd könnu mér við hlið :D Svo horfði ég á endan á formúlunni. Jáh, ég var ansi svekkt yfir að Schumacher hafi orðið í 4 sæti. Síðasta keppnin hans. Ég er búin að halda með honum síðan vá, veit ekki hvenær (og ekki þegar hann var alltaf að vinna, heldur fyrir það!) Hefði verið frábær endir á enn svo frábærari ferli en nii.. :S og jæja, hann sýndi allavega hvað hann er góður og fór upp um einhver 17 sæti :D svona á að gera þetta.. Maður var nú bara stressaður þarna í lokin þegar hann fór fram úr þegar 2 hringir voru eftir, Sjæse hvað það var tæpt en ég fékk bros á vör :D
Í dag er svo bara læra læra læra og svo skóli og vinna. Það er alltaf nóg að gera, það er ekki vandamálið! Annars var ég að búa til slideshow sem er sýnt neðst á síðunni. Þetta er bara svona smá start. Ekki fullklárað en allavega byrjunin. Þarf aðeins og breyta myndunum, taka út myndir og svoleiðis en hva, allt í lagi að skoða :D
Ég bið bara að heilsa í bili og vonandi hafið þið það rosa gott..
kv.Ásta Björg
mánudagur, október 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er ekkert inní formúlunni, þannig þar segi ég pass !! :)
Allavega þá er þetta svakalega skemmtilegt slide show hjá þér :D kannski maður eggist einnig í það að henda upp svona showi :)
Skrifa ummæli