fimmtudagur, október 26, 2006

Kreisí að gera..

Góðan dag :) Í dag er rigning en ég er ekki frá því að hún sé betri en þessi ógurlegi kuldi sem er búinn að vera undanfarna daga. jáh, ekki frá því.

Annars er rosa lítið að frétta. Maður er að drulla á sig í skólanum! ég held að maður eigi að drulla á sig í skólanum. Í grunnskóla var ekkert mál að læra en það var bara svo mikið um að vera og erfitt að halda sig nærri skólabókunum. Í menntaskóla var aftur ekkert erfitt að læra en maður var svo upptekin af ALLT öðrun hlutum en lærdómnum, allt örðum. Og núna þegar maður er í háskóla og situr við bækurna alla daga alltaf þá er námsefnið allt í einu orðið svo mikið að þó maður sitji við allan daginn þá kemst maður bara ekki yfir allt námsefnið. Ég sé fram á laaanga nótt í lærdómi!

Mamma, Magnea og Þorsteina eru að koma í dag :) Það er vetrarfrí í skólanum hjá þeim og þær ætla að heiðra mig með nærveru sinni. Magnea sæta Gná er líka komin með rosa fína bloggsíðu en slóðina á hana er magneagna.blogspot.com Svo er Arndís Aðalbjörg líka komið með nýja síðu. Ferlega hress og skemmtileg lesning en síðan hennar er arndisa.bloggar.is

Svo á Bergrós systir hans Arnars afmæli á morgun.. Til hamingju Bergrós (ef ég hitti þig ekki :D

Svo langaði mig líka að óska Jóni Atla og Ilmi innilega til hamingju með litla drenginn. Inga lára stolta frænkan er búin að setja inn mynd á heimasíðuna sína :)

Allt er annars rosa gott að frétta. Íbúðin mín er í rúst því að ég hef engan tíma til að taka til eða gera nokkuð annað EEN ég geri nú e-ð í því á morgun, föstudag :D Vúhú, svo förum við mamma kannski á mýrina í bíó á helgini, hlakka til því mig langar rosa að sjá hana.. en núna ætla ég að kveðja í bili (er úber dúber sibbin)

kv. Ásta Björg

Engin ummæli: