Maður tók smá lit (enda orðin þokkalega hvítur af rigningu og öðru ógeði á höfuðborgarsvæðinu) Svo maður getur ekki verið annað en sáttur.
Núna er næst á dagskrá skólinn. Er búin að kaupa nokkrar bækur en ekki allar (er samt komin yfir 30 þús kaddlinn) svo það er ein gott að maður eyddi ekki miklum peningum úti. En annars er ég bara nokkuð spennt að byrja í þessu öllu saman. Skemmir heldur ekki fyrir að hafa Steinunni með mér í þessu, enda hress og klár lestrarhestur ;) .
Inga Lára átti svo afmæli 30. ágúst, til hamingju með það (Ég óskaði hennar reyndar til hamingju með afmælið 31 og sagði "til hamingju með daginn í dag" eins og algjör bjáni en mér til varnar var ég algjörlega búin að missa marks á tíma og dögum eftir utanlandsferðina og trúði því sterklega að 30 væri þann dag en ekki 31!.
En núna ætla ég að kveðja í bili,
sérstaka kveðju til Tinnu Markaskorara hjá Stjörnunni ( Ótúlega stolt af þér stúlka :D )
Og til Beggu danmerkurfara, (væri sko meira en mikið til í að fara að heimækja þig úti núna ef ég ætti einhverjar krónur - en stefni nú samt á það hvernig sem fer, sakna þín mest)
set inn eina mynd af okkur arnari úti á spáni svona í lokin.. :)

1 ummæli:
Jiiiii hvað þú ert brún!!!!! :D
Skrifa ummæli