þriðjudagur, október 04, 2005

Lífið er yndisleg ég geri það sem ég vil....

... skildi maður verða leiður á því til lengdar að vera til...
Svona verð ég þegar ég er búin að læra nóg í bili.. Það er einmitt að gerast núna. Ég nenni engu. Hlakka bara til þegar næstu tveir dagar eru á enda því að þá kemur einn frídagur og svo er að læra fyrir næsta próf. Svo er fólk hissa á því að maður hlakki til jólanna.. Ástæðan fyrir tilhlökkun minni til jólanna er sú að þá er ég búin að með jólaprófin og get farið að gera eitthvað annað í bili. En ef ástæðan er sú þá ætti ég í raun að segja ég hlakka til 13 desember. Því að 12 desember er síðasta prófið. Rétt fyrir jól fáum við svo að vita hvað kom út úr prófunum og ég hlakka ekki til þess.. Þannig að ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að ég hlakka ekki til jólanna.. ég hlakka til tímabilsins 13 desember til nokkra daga fyrir jól.

Allavega. Ég er núna bara búin að vera að læra og vinna. Það er gaman að vinna. Þegar ég er ekki að vinna þá markast dagurinn ekki við neitt. Ég er komin inná það að hólfa daginn alltaf niður. Fara í skólann, fara í rækt, læra áður en ég fer í vinnunna, fara í vinnuna, fara að sofa.. En ef ég fer ekki í vinnuna þá er það að læra áður en ég geri hvað?? :s :s Þá fer maður að horfa á sjónvarpið. Það er eina ástæðan fyrir því að maður horfir á sjónvarpið. Hef ekkert annað og betra að gera, er ekki að fara að vinna. Hvernig verður það þá þegar ég verð fullorðin og er bara að vinna. Flokka ég daginn líklega þannig að það er fara í vinnuna, koma heim úr vinnunni, horfa á sjónvarpið, hafa ekkert að gera. Jii ég hlakka ekki til að fara að vinna. Þá get ég ekki flokkað daginn í nægjanlega mörg hólf. Hvað er ég að tala um að ég hlakki til að vera búin í prófunum. Ég hlakka ekkert til að vera búin í prófunum 13. desember. Þá hef ég ekkert að gera.

Núna er ég búin að komast að því að það er best að lifa í núinu. Það er gaman í skóla og ég ælta að njóta þess að vera til

Top of the world singin..