Vá, í gær fór ég með bílinn í skoðun (e-ð sem að ég er búin að vera að kvíða fyrir í smá tíma) en hva, hann flaug í gegnum skoðunina. Svo á meðan ég var með hann í skoðuninni þá ákvað ég nú að hringja í Plúsferðir og spyrja einu sinni enn(í 5 skiptið) hvort að miðarnir hefðu nú ekki örugglega farið á mitt nafn á hringbraut. En nei, þeir eru skráðir á Arnars nafn á hringbraut..! WHAT!! en hann á ekkert heima þar, og hann er ekkert á dyrabjöllunni. Hvað er málið, ég hringi inn 4 sinnum til að athugahvort að þeir yrðu ekki örugglega sendir á Ástu Björg á hringbraut og ég fékk alltaf já, þetta er ekkert mál það er skráð þannig. Svo kemur að því að fá þá og þá eru þeir bara e-rstaðar. Konan sem ég talaði við vissi ekki einu sinni hvort miðarnir hefðu farið í póst á fimmtudaginn eða föstudaginn (hringdi samt á fimmtudeginum og þá sagði hún mér að þeir hefðu farið í póst þá um morguninn og á Ásta Björg og á Hringraut..
fuss um svei..!
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli