mánudagur, ágúst 15, 2005

flugmiðar í pósti

Arg, ég hringdi í plúsferðir um daginn til að passa að flugmiðarnir mínir færu ekki vestur áður en að þeir kæmu til mín og marg bað þá að hafa hringbrautina sem heimilisfang. Svo skv, mínum útreikningum hefðu miðarnir átt að koma á föstudaginn, en nei. Engir miðar. Ég ætla rétt að vona að þeir komi í dag. Um daginn pantaði ég bók og lét senda hana til Arnars á Lyngbrekkuna en hún var á mínu nafni. Nei nei, ég bókin týndist í pósti og svo var óþekkt heimilisfang og svo fór hún vestur og SVO kom hún til mín rúmum þrem vikum síðar (átti að taka 10 daga í mesta lagi). Afhverju getur maður ekki bara fengið póstinn á það heimilisfang sem maður biður um, hvað er svona erfitt við það. Ég hef oft áður fengið póst á hringbrautina og það er aldrei neitt mál, og það sama á við um lyngbrekkuna.

Ég flippa ef þeir koma ekki í dag, fer yfirum :D

Engin ummæli: