sunnudagur, nóvember 25, 2007

Afslappandi jólatónlist


Ég er búin að finna FULLKOMNA læritónlist

JÓLALÖG!

þessi rólegu, helst ekki íslensku þ.s. þau eru yfirleitt of grípandi. Jólatónlist er svo afslappandi, oftar en ekki mikill friður sem fylgir henni Hún svo skemmtileg og létt og ljúf. Ég var mikið búin að vera að vandræðast með hvað ég ætti að læra og hvar ég ætti að byrja o.s.frv. sem á það til að koma fyrir þegar of mikið er úr að velja. Ég ákvað því að setja jólatónlist á fóninn, setjast við tölvuna og byrja og viti menn, núna er ég búin með tvö mikilvæg hópverkefni sem lá á að gera og samt ekki búin að eyða miklum tíma í það.

Annars er allt voða gott að frétta, kominn með nýjan síma (loksins - hinn var alveg ómögulegur) og reyndar nýtt númer líka! Ef ég er ekki búin að láta þig vita endilega láttu MIG vita í gamla númerið svo ég geti sagt þér nýja númerið :) Ætla að hafa bæði virk í nokkra daga.

Er heima hjá Arnari núna. Áðan var ég í makindum mínum að hlusta á afslappandi Kenny G jólaútsetningar og að læra en skyndilega varð allt svart. Þá hafði rafmagnið farið hér í Kópavoginum. Ef það minnti mann ekki á barnæskuna þá veit ég ekki hvað. Þegar maður var heima hjá mömmu og pabba í sveitinni milli jóla og nýjárs, brjálað veður búið að vera, allt í einu fer rafmagnið og þegar maður er búinn að átta sig á því að ekki er hægt að strauja eða ryksuga í ragmagnsleysinu er bara kveikt á kertum, spilið sem fjölskyldan fékk í jólagjöf tekið upp og besti tími ársins verður að veruleika.. - Gleðilega Hátíð..


Ég er að fara heim 22. des og verð fram á 30 des. mmm hvað það verður yndislegt..

Ég vona að allir hafi notið helgarinnar og átt góðar stundir með vinum og vandamönnum

Mín var allavega frábært í alla staði

Hafið það gott - kv. Ásta Björg

1 ummæli:

Steini sagði...

Komdu hérna sæl og vertu blessuð.

Bara að kvitta fyrir mig, fyrsta skipti sem ég kíki hingað og svona voða gaman. Þú talar samt ekkert um mig, frekar svekktur skoh.

Hvað er samt málið með ykkur sveitafólkið að vera með svona voðalega frumleg nöfn á bloggum ykkar. Þú með heimasaetan og Erlingur eða Elli litli eini sveitavinur minn er með hnossgaetus. Ekki í lagi?

Kveðja uppáhalds vinnufélaginn þinn.