laugardagur, september 08, 2007

Góða helgi elskurnar :)

Þá er allt komið á fullt. Skólinn alveg að gera sig, reyndar ekki alveg með á hreinu hvað á að læra en þetta er allt að koma. Núna er ég alveg að verða búin að koma mér fyrir heima hjá Hannesi þ.e. í íbúðinni. Er reyndar enþá að deila henni með öðrum þ.e. utanaðkomandi aðila en hvað lætur maður sig ekki hafa þegar leigan er ódýrari en ella..!?


Var að lesa færsluna mína hér að neðan og fyrirgefið hvað hún var illa skrifuð, svolítið að flýta mér svo að stafsetning og innsláttarvillur voru frekar kjánalegar, en svona er þetta! Verð að hætta þessari fljótfærni!


Við arnar fórum í bíó um daginn, á Knocked Up og ég held við getum bæði mælt með henni, ágætis froðuafþreying.. Svo er ég líka byrjuð að vinna í félagsmiðstöðinni, spennandi að sjá hvernig það starf verður í vetur!


Litla sæta Salvör Sól er hugsanlega að koma í dag eða á morgun eða mánudaginn (hef ekki hugmynd) en ég get varla beðið eftir því að fá hana til mín. Var að horfa á myndband af henni sem ég tók dagin sem ég fór og ég viðurkenni það að ég felldi nokkur saknaðartár.


Hér er videoið..:



En ég ætlaði bara svona rétt að láta vita hvað ég er að gera, vonandi verður ekki svona langt þangað til næst,



kv. Ásta Björg

2 ummæli:

Gugga Stebba sagði...

Þú ert töff Ásta.

Hey, Salvör ... frænka þín sko ... hún er að kenna áfanga sem ég er í í KHÍ. Gaman af því.

Nafnlaus sagði...

hún er æðisleg:) og þú líka, heyri í þer við tækifæri:)

kv. Jóhanna