Jæja, þá er ég komin heim frá Frakklandi og byrjuð í skólanum og allt :D Það er frábært í skólanum, loksins er maður að læra hluti sem maður hefur virkilegan áhuga á! Og VÁ! hvað það skiptir miklu..! En ég skulda ykkur nú samt smá ferðasögu er það ekki? Ég ætla að hafa hana stutta og hafa frekar fleiri myndir, enda er laang skemmtilegast að skoða myndir er það ekki??
Hún byrjar hér. Daginn sem ég fór suður varð litla Salvör 3. mánaða og líkaði vel (eins og sést á þessari mynd). Það var því alveg brjálað erfitt að fara og dróst það að leggja af stað suður frá 11 um morgunin til þrjú! Váh hvað ég sakna hennar og auðvitað þeirra allra!

Það var náttúrulega æði að sjá Arnar minn loksins og um leið og ég kom fórum við beint niður í bæ á Menningarnótt sem endaði með all svakalegu melónutilraunasalsasósupartýi hjá Bigga og Flóka á Njálsgötunni..

Jæja, þá var loksins komið að því að fara út.. Flugið var fínt og s.s. ekkert mikið meira frá því að segja, Þegar út var komið tók við laaangt auka labb að hótelinu frá rútustoppustöðinni v/misvísandi upplýsinga (hótelið var í raun rétt hjá þar sem við stoppuðum *-) )

Þessi mynd er tekin af flugvellinum þegar við vorum að lenda :D

Hótelið var pínu pínu lítið og lélegt en só vott.. nenni ekki að fara nánar út í það. Hér er komið að fyrsta deginum. Fórum í laaangann göngutúr niður að Louvre safninu..

.. að effiel turninum..

.. og að sigurboganum. Að lokum gengum við niður verslunargötuna sem liggur hjá Sigurboganum og þaðan tókum við metró heim.

Næsta dag fórum við í Disney garðinn. Það var fyrsti rigningardagurinn. Þar ringdi svo nánast það sem eftir var ferðarinnar. Disney var ágætt fyrir utan aaallt og mikið af fólki og rugl óheppni í biðröðum (vorum aaalltaf síðust og í hægustu biðröðunum) Ef rýnt er glöggt í myndina má sjá Disneykastalan í baksýn.. in the land far far away..

Næsta dag var greeenjandi rignin eins og sjá má. Gaf orðinu hellidemba og skýfall glæ nýja merkingu. Við neyddumst til að kaupa okkur regnhlíf og má segja að það hafi verið bestu kaup ferðarinnar... Þarna er horft út um Opera Garnier bygginguna en í þeirri byggingu gerðist meðal annars sagan um Óperudrauginn.

Hérna má sá Arnar við hurð stúku 5 þar sem óperudraugurinn á að hafa verið þegar hann fékk peningana o.s.frv. (fyrir þá sem þekkja til sögunnar)

Og hér er ég inni í aðalsalnum í byggingunni. Þessi bygging var reyst á dögum Napóleóns og alveg magnað mannvirki. Ótrúlegt að fara og skoða svona byggingar og hugsa svo til Íslands :/

Næsta dag fórum við í Louvre safnið. Þar sáum við hin ýmsu verk á borð við þetta fræga, ómerkilega og margséða verk sem ég ætla ekki að nefna á nafn!.

Daginn þar á eftir var förinni heitið í Versali (það eru 3 safnadagar í röð vegna ótrúlegrar rigningar eins og ég hafði áður nefnt). Versalir er annað svona mannvirki sem maður heldur varla vatni yfir.. ókey, ísland! Hvað vorum við að spá !! Þetta er þessi margumræddi Speiglasalur sem við höfum væntanlega flest lesið um (og þeir sem voru í sögu hjá Sigga sögu væntanlega rætt um!) En svona til að fræða ykkur hin þá er Versalahöllin frægur staður sem Lúðvík 14 lét byggja og setti efnahag frakklands nánst á hausinn við það. Hann sparaði ekkert og gerði meðal annars þennan rosalega speglasal en Speglar voru munaður á þessum tíma..! Það eru s.s. Himin háir gluggar sem snúa út í stórfenglegan garð örðumegin og jafn háir speiglar hinumegin..

Hér er ég í garinum.. vatnið þarna á endanum er ekki endirinn á garðinum, hann var s.s. mjöööög stór og klikkað flottur! (og þetta var nánast eini þuri tíminn á þessum degi)

Síðasta heiladaginn var æðislegt veður.. Við Arnar slökuðum bara á eftir killer safnadaga þar á undan, Sáum rauðu milluna, lágum í sólbaði í Luxemborgargarðinum, fórum í rómatíska siglingu í tungsljósinu á Signu, röltum um borgina og fórum út að borða.. algjört æði.. Loksins París ;D

Síðasta daginn var svo líka geggjuð sól og meira sólbað og afslöppun. Svo var haldið heim á leið, lent um 2, farin að sofa um 4 og skóli kl. 8 :D
Ég bið að heilsa ykkur í bili og hafið það gott..
kv. Ásta Björg
4 ummæli:
Eftir þessa lesningu þá örlar ekkert á öfundsýki í garð ykkar Arnars að hafa farið til París!! ;)
Þetta hefur verið alveg æðislegt hjá ykkur :)
ég myndi nú ekki kalla Monu Lisu ómerkilega þó svo að vinsældir meðal almennings hafi farið þannig með hana að hún er orðin klisja.
gott það var gaman hjá ykkur :)
Juu en æðislegt !
Mig langar til París! ;)
Skrifa ummæli