Ég er að fara til útlanda.. (loksins ég ;) ) Og af því tilefni langar mig að hafa smá spurningarleik og athuga hvort einhverjir skoða þessa síðu mína..
Það væri frábært ef þið gætum skilið eftir athugasemd neðst og sagt svarið sem og í hvaða spurningu þið föttuðuð það.. Bara svona smá í tilefni þess að verslunarmannahelgin er að koma :D
1. Ég hef lengi haft augastað á þessu svæði og oft verið á leiðinni þangað en aldrei haft efni á því.
2. Þessi staður á sér langa sögu sem vel er þekkt meðal menntaskólabarna á Íslandi
3. Þetta land er í heimsálfu sem hefur einu sinni á ári stóra og fræga söngvakeppni ásamt því að hafa samband sem er stærsta pólitíska og efnahagslega eining álfunnar, en til sambandsins tilheyra 25 aðildarríki.
4. Landið er 2970 km að lengd og liggur að 8 löndum og ríkjum.
5. Landið skiptist í 28 ríki og er mannfjöldinn 63 millj.
6. Staðurinn í þessu landi sem ég er að fara til á sér langa sögu eða allt aftur til 54 f. Kr. Þá byrjaði staðurinn að byggjast. (jáh, ég er að fara í byggð ;) )
7. Mikil og fræg á rennur í gegnum staðinn og byrjaði hann að byggjast í kringum hana
8. Mikil og fræg bylting átti sér stað í landinu 1789-95
9. 11. júlí 1789 var ráðist á stað þar í landi sem kenndur er við þjóðhátíðardag landsmanna
10. Lítill kall tók við landinu eftir byltinguna sem skiptar skoðanir eru um hvort hafi verið snillingur eða vitleysingur. Hann var síðar sendur á eyju í refsiskyni.
11. Hann var þó ekki frá þessu landi heldur öðru í sömu álfu
12. Mikill erill var á þessum stað bara á síðustu öld. Hann var hernuminn af nágrannaþjóð sinni 1940 til 1944 en 1968 átti sér stúdentauppreisn þarna.
13. Stór turn er á staðnum sem einkennir hann
14. Falleg kirkja er á staðnum en sögur eru um að í henni hafi búið hnokkinbakur sem sá um að hringja bjöllum hennar.
15. jæja.. hvert er ég að fara??
Ég hlakka mikið til.. jeijj :D :D (og kommenta svo, fer að halda að kommentakerfið sé e-ð bilað *-) )
föstudagur, ágúst 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég veit ég veit en vil ekki segja
kv. Gunna Sigga
haha.. þú gafst allt of mikið af vísbendingum!!!
Þetta er ein af mörgum rómantískum borgum í heiminum.
Þetta er snilld, verðum að hittast áður en þú ferð og gera eitthvað saman :)
ohh... þetta átti að vera augljóst.. bara smá gaman :D
Skrifa ummæli