mánudagur, júní 04, 2007

Sjómannadagshelgin búin :D

Takk fyrir mig kæru félagar :D

Fór á dúndur gott júróvisjon sjómannadagsball í víkurbæ á laugardag. Það var hörku stemmning og skemmtu sér saman ungir jafnt sem aldnir :D Langt síðan ég hef farið á svona keppnis ball :D


Setti inn myndir á Nýjasta myndasíðan :D endilega skoðið.. allir sveittir een sælir á balli :D


Svo var sjómannadagskaffi í dag.. voða gott að fá svona kökur og með því :D jeijj.. fullt af fólki að koma til manns og tala um hvað yndisleg systir mín væri enda alveg fullkomin stúlka þar á ferð :D


Svo verð ég að segja smá skemmtilega sögu núna.. Fór freeekar seint að sofa á aðfaranótt laugardags sem er ekki frásögu færandi neema...:




Ég var vakin snemma á laugard. morgun til að fara í skemmtisiglingu á sjómannadaginn.. ég ætlaði sko aldeilis ekki að nenna því en var rekin á lappir og bara áfram.. ég get ekki sagt að ég hefi skemmt mér í þessari siglingu en stelpurnar, Magnea og Þorsteina skemmtu sér vonandi vel.. Svo þegar heim var komið ákvað ég að lúlla smá enda mjög þreytt.. een neeii.. þá var ég rifin á fætur því að það þurfti að taka aðeins til og drífa sig svo á sjómannadagsskemmtun í víkinni.. Á þeirri skemmtun hitti ég reyndar Bertu, Guðbjörgu og Veru svo það var aðeins skárra en í siglingunni..



Þegar sú skemmtun var búin ákvað ég að nú skildi ég sko aldeilis flýta mér heim að lúlla enda orðin mun þreyttari þarna en fyrr um daginn.. EEEn neeii... þá var ég vakin til að fara með mömmu í Bónus því að Gurrí systir pabba var að koma í mat í kvöld.. svo að ég drattaðist á fætur og með mömmu inn á Ísafjörð í Bónus. Þegar sú ferð var búin, ásamt eldamennskunni, spjalli og matnum þá hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að hvíla mig aaaðeins áður en ég færi til Veru í hittingin hjá henni. En neei.. þarna var klukkan orðin svo margt að ég þurfti að fara að taka mig til. Svo að ég fór ótrúlega þreytt og uppgefin á dansiball.. (og fór auðvitað ekki að sofa fyrr en að ganga 6 í morgun..



Svo í morgun þá kom Þorsteina inn til mín og ætlaði að vekja mig og ég brást ókvæða við og ætlaði nú aldeilis, sérdeilis ekki að vakna til að fara í messu eða skrúgöngu eða einhvern fjárann milli 10 og 11..! En þá var kallað á mig innan úr stofunni "ÁSTA, VILTU FLÝTA ÞÉR FRAMMÚR, VIÐ MISSUM BRÁÐUM AF SLYSAVARNARSJÓMANNADAGSKAFFINU" (sem byrjaði btw klukkan 14:00 :s Jáh, ég fékk sko aldeilis að sofa þá (sem var kannski ekki sniðugt því að ég er þarf að vakna e-ð fyrir 7 í fyrramálið og klukkan orðin hálf tvö! :S



En jáh, þeir sem lásu í gegnum þessa ótrúlega óvæntu en (ó)spennandi sögu ættu að fá hrós fyrir.. skoðið myndir af dansiballi :D



kv. Ásta.. (með MUNNræpuna :s)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sérlega spennandi saga.

mér finnst þessi mynd af þér bara fallegust :) http://picasaweb.google.com/astbjorg/Sjomannadagsball/photo#5071992747871111922