þriðjudagur, júní 05, 2007

punktar um ekki neitt

Ég hef lengi verið að velta ákveðnum hlutum fyrir mér sem poppa upp í kollinn á mér annað slagið. Sumir eru kannski frekar kjánalegir en hvað um það. Ég man þá reyndar ekki alla núna (sem virðist alltaf henda þegar ég er að skrifa hérna inn og enda ég þá á því að skrifa grútleiðinlegar sögur líkt og þessa hér að neðan) en hvað um það...

  • ég mæti alltaf bíl á sama stað á Óshlíðinni þegar ég er að keyra til Bolungavíkur (í beygjunni hjá Krossinum!) tilviljun?
  • Um daginn ætlaði ég aldeilis að keyra Óshlíðina á met tíma (var að hugsa um hve örugg ég væri orðin á að keyra hana og nú gæti ég farið að gefa í) en þá í blindbeygju mætti ég löggunni og rétt náði að hemla niður! tilviljun?
  • ég er búin að stein gleyma hinum 5 atriðunum sem ég ætlaði að setja hérna inn! tilviljun?

æjh.. ég er búin að klúðra þessu.. *vandræðaleegt!*

kv. Ásta Björg :/

Engin ummæli: