Fyrst vil ég byrja á að óska Beggu og Andra annarsvegar og Guðbjörgu og Gunnari hinsvegar til hamingju með nýju heimilin sín :D Ég er á leið suður á föstudaginn og ætla m.a. að reyna að kíkja í útskrift og innflutningsveislu/partý til Beggu og Andra en þau voru að kaupa sér íbú
ði í Hfn og Andri var að útskrifast úr Kennó :D
Svooo ætlaði ég bara að segja hæjj. Ég og Magnea gerðum okkur lítið fyrir og fórum út að skokka, kannski ekkert rosa vegalengt, fram að virkjun og til bara (það eru náttúrulega aðeins heimamenn sem skilja þetta ;$). Þorsteina ætlaði svo að koma hjólandi með en gafst fljótt upp og tjáðu okkur að ástæða þess væri út af svengd (samt tiltölulega ný búin að borða.. hmmm!). En hvað um það, ég tók reyndar engar myndir af þessu
Mamma, Pabbi og lilla skelltu sér á Búnaðarþing á Reykhólum, fóru í gær og koma í nótt. Á meðan átti ég að sjá um systurnar, elda og vekja og passa og allan pakkan, það gékk bara ágætlega, gerðu truflaða fléttu í Þorsteinu en fílupúkinn hún fór í einhverja fílu við mig af því að mamma og pabbi voru ekki heima svo að hún reif hana alla úr sér.
Váh hvað ég get ekki beðið eftir helginni. Er bara að fara í kósí afmæli til Arnars (bara við tvö :D) svo er víst verið að plana einhverja óvissuferð á laugard. en ég vona að ég kominst nú samt aaðeins til Beggu og Andra sem ég talaði um hér að ofan og svo er náttúrulega 17. júní og planið er að taka Halldór fána með suður :D Endurtaka leikinn frá því fyrir ári.
Núna er held ég aftur á móti komin tími til að fara að sofa. Ótrúlegt hvað vinnan verður leiðinleg þegar maður er þreyttur, eins og hún er ekki leiðinleg - þið skiljið :D
En ég bið bara að heilsa ykkur í bili
kv. Ásta Björg
1 ummæli:
hææh sæta stelpa endilega vertu í bandi um helgina, þ.e.a.s ef þú hefur tíma:) busy dagskrá:)
kv. Jóhanna
Skrifa ummæli