Oft þegar ég er fyrir sunnan langar mig að gera eitthvað annað á virkum kvöldum en að hanga heima og læra, taka til eða horfa á sjónvarpið o.s.frv. Þá dettur mér stundum í hug að skella mér í bíó. Oftar en ekki er það þó þannig að það er ENGIN mynd í bíó svo að ég enda bara heima að bíða e. að kvöldið er búið.
Á sumrin er þessi bíó löngun þó ekki jafn sterk en ég get ekki neitað því að eitt og eitt sumarkvöld læðist að manni sú tilfinning að gaman væri að sitja í mjúkum stólnum með vatn í glasi með röri við hliðina á sér, popp (skrifaði fyrst pott :/, það hefði verði spes að fara með pott í bíó :s) í fanginu og horfa á spennandi og skemmtilega mynd á risa tjaldi. En sama gildir um þau kvöld og virku vetrarkvöldið að sjaldnast er eitthvað í bíó.
Nema núna!!!
í sumar eru margar myndir sem mig langar að sjá OG ég er í BOLUNGARVÍK þar sem ekki er hægt að fara í bíó á þriðjudagskvöldi! Þetta finnst mér ekki sniðugt. Síðasta sumar var veðrið frekar rigningarlegt og því bíósumarkvöldalöngunin (hei, gott orð fyrir hengimann) yfir meðallagi OG þá var ég meira að segja í Reykjavík.
En hér eru allavega myndirnar sem ég gæti hugsað mér að sjá..
ókey, ég viðurkenni að Die Hard er ekki mest spennandi mynd í heimi en hver man ekki eftir því þegar Joey, Chandler og Ross voru alltaf að horfa á Die Hard (hugsið miklar og kjánalegar handahreyfingar með!)
Evan almigty er náttúrulega bara bein vísun í Bruce Almighty sem var æði og svo var Evan auðvitað brjálað fyndin þegar hann bablaði í fréttaþulastólnum, snilldin ein. Hef fulla trú á að þessi mynd verði svipuð!
Harry Potter er að mér finnst alltaf voða skemmtileg. Ég hef þó ekki lesið bækurnar en kannski geri ég það síðar. Mér fannst fyrstu 3 (eða 4 man ekki hvað ég er búin að sjá og hvað er komið út) mjög skemmtilegar og því auðvitað löngun til að sjá þessa.
Ocean´s 13 er á listanum af því að mér fannst ocean´s 11 frábær. Reyndar fannst mér ocean´s 12 ekki jafn spennandi en maður verður eiginlega að sjá þessa líka fyrst að maður er búin að horfa á hinar (svo á ég þær tvær náttúrulega líka!)
Ég held ég þurfi ekki að útskýra afhverju ég vil sjá þessa! Það útskýrir sig sjálft! Snilldin ein!
En hvað með ykkur? - Erum við á leið í bíó? ;)
kv. Ásta Björg
1 ummæli:
Þetta er allt í lagi ásta mín ég er alveg að fara að koma í sveitasælun þa´getum við farið í labbitúra og gert eitthvað sniðó!!!
Skrifa ummæli