fimmtudagur, júní 21, 2007

Á döfinni


Váh, hvað ég er ekki góð í þessum leik! Metið mitt er held ég 12 eða 13. Ekki gott.. Ég meina, hver heldur ekki að Bondinn sé frægari en einhver annar (Sem ég man ekki einu sinni hver er!) plöff! Þetta verður líka erfiðara og erfiðara e.því sem maður kemst hærra.

Eníveis, núna fer að líða í skírn, bjó til síðu handa systurminni, hún er undir "litla systir" í "litlu krílin" og mun slóðin sem og nafnið á linknum breytast er daman fær nafn. Mér finnst þetta spennandi, ég veit ekkert hvað verður fyrir valinu og ég er barasta farin að efast um að mamma og pabbi viti það.


Núna er kotið að fyllast af gestum, Salla (systur mömmu) og Kristín (dóttir söllu) koma í kvöld, Gunna Sigurbjörns (vinkona og nánast fóstursystir pabba) kom í gær, Óli, Gurrý, Lilja og Dóri (gurrý og lilja eru systur pabba) koma á morgun og Magnús maðurinn hennar Söllu líka. Það gista þó ekki allir heima en þó bein ávísun á skemmtilega helgi. Mér finnst æði að fá gesti :D Uni mér best í kringum fjölda fólks :D


Annars er lítið að frétta, fer hugsanlega í bústað með mömmu og pabba í Júlí, það verður örugglega voða gaman, hef ekki farið í frí með þeim síðan ég var í grunnskóla. Svo er okkur Arnari boðið í brúðkaup í lok júlí og þá fer ég aftur suður. Helgina e. það er auðvitað verslunar mannahelgin og svo byrjar skólinn bara í lok ágúst. Fjúff, sumarið er að verða búið :s


En ég við bara að heilsa ykkur í bili


kv. Ásta Björg

Engin ummæli: