sunnudagur, maí 06, 2007

Take That

Fyrir tveim mánuðum vissi ég varla hvað og hverjir Take That voru. Regína vinkona gat nú ekki sætt sit við það svo hún bauð mér heim til sín í GEGGJAÐA PÍTSU (sem er nú reyndar önnur saga) og sýndi mér gamlar Take That spólur enda truflaður fyrrum aðdáandi þar á ferð. Ég horfði áhugasöm og fylgdist með á meðan hún talaði af mikilli ástríðu um þessi fyrrum átrúnaðargoð. Þegar þessum Take That fundi okkar lauk fór ég heim og náði mér í nýjast diskinn þeirra því kapparnir tóku sig til á gamalsaldri (eða svoleiðis) og undirbjuggu endurkomu í bransann. Ég get nú sagt það með fullri sannfæringu að Regínu hefur tekist að gera mig að Take That aðdáanda. Ég er að fíla nýjasta diskinn þeirra í ræmur. Rólegur en grípandi og hentar við öll tækifæri, færir manni gleði, fylgir manni í sorg og bara allur pakkin. Er hægt að biðja um meira?
Hér til hliðar má finna lagið þeirra "Shine" og textann með. Þetta lag kemur mér aaalltaf í gott skap - ég ræð bara ekki við mig þegar ég hlusta því ósjálfrátt fer maður að dilla sér (ferlega fyndið þegar maður er í skólanum að læra og byrjar alltíeinu að fara til hliðanna).




Þetta er lagið þeirra Patience - það er búið að vera mikið í spilun undanfarið og fólk kannski komið með leið á því en samt sem áður ágætis lag þó það sé enganvegin besta lagið á diskinum. Myndbandið við þetta lag var þó tekið upp á Íslandi
Enívei - gefið þeim sjéns.. þeir eru æði :D
kv. Ásta Björg..

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehehe, hvað hef ég eiginlega gert??

Nafnlaus sagði...

úff jáh.. ef þú bara vissir :$