Prófin eru að nálgast eins og ég sagði hér áður.. og ég var að fatta..!
ég hef ekki tekið almennileg vorpróf síðan vorið 2004! Þegar ég var í MÍ í þriðjabekk! Hvað er það :$ Ég kvíði fyrir prófatörninni (þó hún sé byrjuð) því að það verður pott þétt úber gott veður og ég þarf að vera með nefið ofan í bókum og tölvuskjá..!
Jáh.. útsýnið..! ÚT UM GLUGGANN! (eða svona næstum því allavega). Annars er bara allt gott að frétta af mér. Ég á 6 vaxtir eftir í WorldClass og vinn held ég 4 kvöld í félagsmiðstöðinni áður en ég fer vestur. Svo er nóg að gera þegar prófin eru búin.. gleði gleði :D
Vonandi ná aðrir að njóta veðurblíðunnar (sem verður pott þétt á næstu vikum) það má líka hugsa til mín þegar aðrir eru í sóbaði.. þá fæ ég kannski sólríka strauma..
kv. Ásta innipúki..!
1 ummæli:
Sælar ... ég veit ekki hvaða veðurblíðu þú ætlar að njóta hérna fyrir vestan. Það var grátt í fjöllum í morgun, brrr.... svo er rigning og slydda til skiptist, en inná milli flott veður.
Farðu að koma í blíðuna :D
Skrifa ummæli