miðvikudagur, maí 02, 2007

Próf og sumar, hmmm!?!

Prófin eru að nálgast eins og ég sagði hér áður.. og ég var að fatta..!

ég hef ekki tekið almennileg vorpróf síðan vorið 2004! Þegar ég var í MÍ í þriðjabekk! Hvað er það :$ Ég kvíði fyrir prófatörninni (þó hún sé byrjuð) því að það verður pott þétt úber gott veður og ég þarf að vera með nefið ofan í bókum og tölvuskjá..!

Jáh.. útsýnið..! ÚT UM GLUGGANN! (eða svona næstum því allavega). Annars er bara allt gott að frétta af mér. Ég á 6 vaxtir eftir í WorldClass og vinn held ég 4 kvöld í félagsmiðstöðinni áður en ég fer vestur. Svo er nóg að gera þegar prófin eru búin.. gleði gleði :D

Vonandi ná aðrir að njóta veðurblíðunnar (sem verður pott þétt á næstu vikum) það má líka hugsa til mín þegar aðrir eru í sóbaði.. þá fæ ég kannski sólríka strauma..

kv. Ásta innipúki..!

1 ummæli:

Gugga Stebba sagði...

Sælar ... ég veit ekki hvaða veðurblíðu þú ætlar að njóta hérna fyrir vestan. Það var grátt í fjöllum í morgun, brrr.... svo er rigning og slydda til skiptist, en inná milli flott veður.

Farðu að koma í blíðuna :D