sunnudagur, maí 13, 2007

Brjáluð stemmning á Hafnarbakkanum!

Viti menn, landið mitt, Búlgaría, var í 6. sæti í Eurovision í gær! Og á tímabili var það í 3. sæti! Hvað er í gangi með Evrópu? Ég bara skil þetta ekki. Ég þóttist þó halda með mínu lagi. Klappaði þegar það fékk stig og veifaði fána þegar það söng og svoleiðis. Missti mig kannski aðeins í gleðinni því lítil stemming var í fólkinu þar sem 65% þjóðanna tefldu út leiðinlegum lögum (ekki vísindalega reiknað).

Annars fannst mér úrslitin ekki koma á óvart, Serbía var með ágætis lag, heldur og dramatískt en ágætlega sungið. Úkraína var bara á flippinu og því auðvitað stuð að kjósa það. Rússland og Tyrkland voru bæði með ágætis lög svo að ég get ekkert kvartað. Spurning hvort stemmningin fyrir Eurovision verði samt ekki bara í undankeppninni, þ.s. ekkert Vestur-Evrópuland komst áfram í aðalkeppnina, að ári. Hvet stjórnvöld til að hafa frí fyrir hádegi á föstudeginum í öllum stofnunum og einkafyrirtæki til að hafa frí í eigin fyrirtækjum svo fólk geti skemmt sér vel og örugglega.

Yfir í annað. Í gær var Risessa á ferð um Reykjavíkina. Hún var í leit að föður sínum sem hafði gengið bersesgang í skjóli nætur og eyðilegt bíla með hnífapörum sínum og fleiru. Ég gat nú ekki látið hana fram hjá mér fara svo að ég stalst niður í bæ (þegar ég átti að vera að læra :$) og leit hana augum Hún var blíð og góð og valhoppaði nánast um götur borgarinnar. Annað má þó segja um karl föður hennar. Hann fór um á ónýtri rútu sem spúði eldi (ef svo má segja) og frussaði vatni á nærstadda. Svo horfði hann reiðilega á lýðinn og ég beið þess eins að hann væri í raun hryðjuverkamaður sem biði tækifæris á að klekkja á íslensku þjóðinni.




Svo var þó ekki og enduðu örlög hans hauslaus.


Jæja, Dagurinn í gær var s.s. ágætur og ég bara sátt við hann. Ég kaus (rétt að sjálfsögðu), horfði á franskt götuleikhús og fór í Júróvisjon gleði. Þá er kominn tími til að læra fyrir stærðfræðiprófið (ekkert stress, má hafa bækur og af þessum 3 verkefnum sem ég hef skilað þá fékk ég 9.5, 9.5 og 9!).

Kveð í bili - Ásta Björg

(myndirnar fékk ég af MBL.is og google.is)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flott blogg sæta:) allveg að koma sumarfrí hjá okkur.... próflok ummmmmmmm..... svo ferðu bara allveg að fara vestur...

sjáumst í kvöld, hressar í lærdómi:)

kv. Jóhanna