föstudagur, maí 18, 2007

Allt að gerast..

Núna kemur það sem var svo rosalega spennandi í þarsíðustu færslu..

Þannig er að hún móðir mín fæddi litla stúlku núna í nótt rétt rúmlega 1.. (eða kl. 01:12). Hún er yndisleg (bæði móðir og barn). Litla stúlkan er fullkomin. Verst að ég var ekki með myndavél, tók þó 2 myndir á símann minn en ég kann ekki að setja þær hingað inn. Salvör systir hennar mömmu ætlaði reyndar að setja inn mynd af sætustu á sinn vef - salvor.blog.is - kannski þið getið kíkt þangað.

Ég ætla að kíkja á þær strax og ég er búin í prófinu á morgun og hafa þá myndavél með mér svo að ég geti nú sýnt heiminum nýjustu hanhólssysturina :D:D

váh.. ég er í skýjunum.. próf smóf.. hverjum er ekki sama..!

kv. Ásta STÓRA systir :D:D (ég get bara ekki hætt að brosa :D:D:D:D:D:D )

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

innilega enn og aftur til hamingju sæta mín:)
kv. Jóhanna

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litlu systir, hlakka til að sjá hana:)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með systurina :)

Gugga Stebba sagði...

Til hamingju með litlu systur !!

Nafnlaus sagði...

takk takk takk takk takk :D:D