mánudagur, maí 21, 2007

Æði gæði, fullt að gerast :D

halló allir.. váh hvað síðustu dagar hafa verið yndislegir :)

Jæja, eins og allir vita (eða svona næstum) eignaðist ég yndislega systur aðfaranótt föstudagsins 18. maí. Hún er alveg fullkomin, var stór (rééétt tæpar 16, merkur og 53 sm) og bara alveg yndisleg. Með mikið hár, rosa róleg og svaka dugleg.




Hér er hún alveg glæ ný,búin að lifa í 8 tíma (ekki í maganum á mömmu) eða svo og stein sofandi.



Svo er Arnar núna í London með Bigga og Flóka/Jónasi (Biggi bloggari og Flóki/jónas meðleigandi Bigga). Ég hef ekkert heyrt frá þeim enda Arnar ekki með símann sinn fyrir utan þegar þeir lentu og voru á leiðinni að hótelinu, en annars bíst ég við því að það sé rosa fjör hjá þeim.


Svoo eru prófin nátturulega búin, váh léttir. Er búin að leika pabba síðustu daga (afþví að pabbi jói þurfti að fara beint vestur að sinna sauðburði) og bara búin að handa uppi á spítala og ekki gera neitt. Ég er eiginlega með samviskubit yfir því að gera ekki neitt og EKKI VERA BÚIN AÐ FARA Í SKÓLANN í maarga daga :s en það verður vonandi betra bráðlega. Svo er maður náttúrulega að fara að flytja vestur e. viku.. eða á sunnudaginn næsta (hvítasunnunnni).


Svooo (það er svo þema í gangi hjá mér greinilga :S ;) ) langaði mig að setja inn myndir af bekkjarpartýinu sem ég hélt. Ég komst reyndar að því að ég tók engar myndir nema af bakkelsinu sem ég var með þannig að ég set bara myndir af því og af páskunum :D (Páskaborðið, Kristín Frænka og Ég að fara á Aldrei fór ég suður og svo Ávaxtabakkelsið úr bekkjarpartíinu)


takk fyrir mig og góða daga kv. Ásta

Engin ummæli: