föstudagur, apríl 13, 2007

Föstudagurinn 13..

Föstudagurinn 13..

.. boðar hann óheppni eða er hann eins og hver annar venjulegur dagur. Tjah, hvað mig varðar þá er ég með kvef, ég svaf yfir mig í morgun og fann engin föt til að vera í. Kannski var þetta svona út af því að föstudagurinn 13 er í dag en kannski gæti þetta verið alla aðra daga líka, ég meina, ég var líka veik í gær..!

Ég er komin aftur í bæinn eftir heimsókn mína vestur á Ísafjörð/Bolungavík. Það var æði heima.. ég fór á "Aldrei fór ég suður" (þó ég hafi ekki fílað mig í botn þar). Fór á sundlaugartónleika, á skíði, í bekkjarpartý og m.fl. svo það var nóg að gera. Ég fór keyrandi vestur með Bigga bloggari.is, Jónasi/flóka (gaur sem býr með bigga) og Arnari og svo aftur vestur með sama fólki nema Áróra systir hans Arnars bættist við. Ferðin vestur var fín.. en verður suður var ógjéð. Það var ógjéðsveður, Við keyrðum út af á hestakleyfinni og festumst, urðum öll blaut í gegn og ég var EKKI vel klædd..! og allir ógjéðs pirraðir (þó maður hafi reynt í sífellu að gera gott úr hlutunum). Arnar og Áróra urðu veik út af þessu og þeim tókst að smita mig..! (urrrr..)!!

En núna er ég bara komin í skólann, með GEGGJAÐAR hugmyndir í kollinum sem ég get ekki beðið með að framkvæma, farin að undirbúa próflestur, flutning og fleira.

Bið að heilsa í bili og skelli inn myndum sem fyrst..

kv. Ásta Björg

Engin ummæli: