sunnudagur, desember 17, 2006

Prófin búin.. vúhú (ritgerð eftir.. ekki vúhú)

Prófin búin.. vúhú (ritgerð eftir.. ekki vúhú)
Gott kvöld kæru vinir.

Núna eru öll prófin búin, sé fram á fall í stærðfræði (KLÚÚÚÐUR!!) en gott gengi í hinum þrem. Maður situr nú bara við og reynir eftir bestu getu að klára síðustu ritgerðina.. :)

Ég skrifaði jólakortin áðan, ásamt því að baka 3 sortir (maður er nú svona að REYNA að komast í jólagírinn..) jiminn eini hvað það var erfitt að skrifa þessi jólakort. Nr. 1 þá kann maður varla lengur að skrifa í höndum og nr 2 þá er maður búin að skrifa svo mikið í höndum í prófunum að það var ekki hægt að skrifa meira.. svo þið sem fáið jólakort: "þetta litla sem er skrifað, og skrifað illa, er einungis vegna þess að ég get ómögulega skrifað meira þó ég hefði viljað..".

Lítið er annað að frétta.. Við Arnar leyfðum okkur að skreppa í Smáralindina í gærkvöldi, það var voða notalegt svona af því að við höfðum verið svo út úr kortinu í öllum próflestrinum. Ég ætlaði svo að hitta Steinunni vinkonu í bænum og fagna aðeins prófleysinu en NEEIII.. ég var orðin ógeðslega þreytt og sofnaði bara.. :s (félagsskítur segir ég..!)

Núna ætla ég svo bara að drífa mig heim í kotið, prenta út greinar á mbl.is um skólastefnur á íslandi og fara beint í háttinn.. Maður þarf sko að vakna snemma og byrja að vinna.. jáh, þó prófin séu búin þá er skólinn ekki búinn..!

Ég bið því bara að heilsa í bili.. heyri nú í ykkur áður en ég fer vestur þann 22. des..

kær kveðja úr jólaborginni

Ásta Björg jólasveinn / stúlka.. :D

ps. ég væri nú alveg til í að skreppa í jólastemmninguna á OxfordStreet núna fyrir jól og versla svolítið.. jáh, meira en lítið til í það.. :) það var allavega nógu mikil stemmning í fyrra þegar við fórum EFTIR jól.. jólaskrautið enn uppi og svoleiðis (sjáið Arnar með alla pokana )

Engin ummæli: