sunnudagur, nóvember 12, 2006

Fuuullt að gerast :)

Gott kvöld kææru vinir.

Ég hef haft ágætt að gera. Síðasta vika fór í skólaheimsókn í Austurbæjarskóla. Það var nú ansi skemmtileg upplifun skal ég þér segja. Guðmundur skólastjóri var alveg frábær og leiddi okkur áfram eins og herforingi.

Á miðvikudaginn var svo þjónanámskeið kl. 20:00 í WorldClass fyrir starfsfólk LaugarCafé. Það var mjög skemmtilegt þó það væri lítið sem ég var að læra nýtt (enda með miiikla reynslu af þjónustustörfum) Samt lærði ég að halda á mörgum diskum OG bera fram kaffi án þess að sulla út um allt. Þegar þjónanámskeiðinu var lokið var vínsmökkun. Ég smakkaði auðvitað og þau voru ágæt. Fyndnast fannst mér að þó ég hefði ekkert vit á vínum, aldrei smakkað þau áður þá tókst mér samt að finna bragðið sem leitast var eftir og lykt (ÁN ÞESS AÐ LÍTA Á LÝSINGU VÍNSINS)

Mamma var hérna frá mið til lau. Hún átti að fara á fös en var veðurteppt. Í tilefni þess skelltum við okkur í bíó á Mýrina. Hún var ansi góð skal ég segja ykkur. Ég var mjög ánægð með að hafa farið. Flott gerð og sagan kemst alveg til skila og meira til.

Annars er Hannes komin heim. Ég fór og náði í hann í morgun til Keflavíkur. Ég þurfti að vakna klukkan 5:45 takk fyrir (fór að sofa kl. 4:10) :s Það var ansi hvasst og mér var ekki sama á tímabili. En það tókst að ná í hann og hann er komin heilu og höldnu heim frá útlandinu. Ég skreið bara klukkan hálf níu uppí til Arnars og svaf til eitt :) mmm sooofa :D

EN núna ansi skemmtilegt. ég var að fá komment frá kennaranum mínum í skólanum um verkefni sem ég skilaði um framtíðarskólann, skóla án aðgreiningar og fjölmenningarskóla (skrifaði smá færslu um þessar stefnur mánudaginn 30 októkber).

Hann var mjög ánægður með mig og skrifaði til mín eftir farandi skilaboð:

Einfaldlega mjög gott verkefni Ásta. Finnst þú í þessu verkefni uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til þessara verkefni. Vísar prýðilega til lesefnis og fyrirlesturs, dregur ályktanir, rökstyður skoðanir þínar o.s.frv. Áhugavert og faglegt.

og

Get ekki annað en endurtekið það sem ég skrifaði við fyrra verkefnið. Í heildina er þetta mjög ánægjuleg lesning sem uppfyllir vel þær kröfur sem gerðar eru.

Ekki amalegt að fá svona skilaboð ha ;)

þetta hvetur mig allavega áfram í lærdómnum :D

en ég kveð í bili..

Ásta Björg

PS. tók mig til of byrjaði að föndra jólakortin. Sé ekki fram á að hafa neinn tíma til að gera það þegar nær dregur jólum svo að ég verð að klára þetta sem fyrst :) Ein svona jólamynd í lokin frá jólunum í fyrra :)

1 ummæli:

Ásta Björg sagði...

fjúff.. ég er búin að reyna að setja inn aðra færslu hérna en það kemur bara ERROR..

vonandi get ég sett hana sem fyrst..