Jæja.. Það er allt gott að frétta af mér. Tók mig til og þreif allt í gær. Breytti stofunni og setti upp smá jóladót. Reyndar finnst mér of snemmt að setja það upp ég var bara að flokka hitt og þetta sem ég átti og fannst bara kjánalegt að pakka jóladótinu niður í tvær vikur og taka það svo upp. Ég á ekki það mikið jóladót.
Annars er bara nóg að gera í skólanum. Ritgerðarskil á föstudaginn og önnur föstudaginn þar á eftir. Svo það er meira en nóg að gera. Prófin á næsta leiti. Fjúff.. spurning hvernig það fer. Ég er þó búin að föndra öll jólakortin og kaupa alla jólapakka svo að ég er góð. Get einbeitt mér að prófunum. vúhú. Áætluð heimkoma vestur á Ísafjörð/BOLUNGARVÍK er 22 desember.. og verð þá fram að 28/29 desember. Hlakka bara ansi mikið til. :)
ég ætla núna að fara að læra í íslensku. Man ekki meira til að segja
Bið að heilsa í bili
kv. Ásta Björg
Ein skemmtileg mynd af jólahlaðborði Rebba í fyrra :)

Regína, María, Adda, Birkir, Rebekka, Eyja og Ég
(ég, Regína, María og Adda erum einmitt í saumaklúbb, vantar bara Dagný á myndina sem er líka í saumó..)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli