Afhverju að eignast börn ef þú nennir ekki að sinna þeim? ég veit s.s. ekkert um það hvernig er að eignast börn en mér finnst mest pirrandi þegar krakkar hlaupa út um allt, rífa og tæta (ekki heima hjá sér heldur í búðum og svoleiðis) og foreldrarnir standa bara og horfa á og segja.. neih, komdu núna. Mamma er að fara.. bæbæ.. svoleiðis gerast slysin..! svo fara krakkarnir og allt í rústi í búðinni..!
Eitt gott dæmi um 3 ára strák og móður hans. Þau voru að labba í WC þar sem ég er að vinna. Mamman var komin á undan stráknum en hann fór í burtu að ísskápum sem voru hjá mér með gosi, skyri o.s.frv.
mamman: komdu núna, ég ætla ekki að kaupa neitt.
strákurinn: en mamma þessi skápur er opinn (þá var hann að opna skápinn)
-svona hélt þetta áfram við alla skápana en þeir eru þrír-
ég lít undan og þá heyri ég í mömmunni
Mamman: heyrðu, geturu komið með e-ð (frekar pirruð)
ég: jáh, hvað vantar þig
Mamman: eitthvað til að þurka upp (mjöög pirruð)
ég: jáh, ekkert mál (hleyp með tissjú til hennar)
-þegar ég kem á staðin sé ég að krakkin hefur teigt sig í skyr.is drykkjarjógúrt, miss það á gólfið og AAALLLT út í skyri.-
Mamman: Geturu tekið þetta (réttir mér skyrdolluna) og hellt þessu í glas eða e-ð (brjálæðislega tens e-ð)
ég: jáh ekker mál.. (hleyp með skyrið lekandi út um allt, set það frá mér á aðra hliðina af því að hin var sprungin en kemst svo að því að báðar hliðarnar eru sprungnar svo það flæðir skyr út um allt)
Mamman: er ekki eitthvað eftir í þessu, geturu ekki bara sett afganginn í glas og passaðu þig, þessi hlið er sprunginn settu það á hina!
Ég: já en fyrirgefðu báðar eru sprungnar, ég reyni að redda þessu. (set það í glas og rétti mömmunni)
-hún gerir sig tilbúna í að labba í burtu-
ég: jáh, þetta gerir 220 krónu.
-mamman borgar og labbar FÚÚL í burtu og ÉG sit uppi með ótrúlegt magn af skyri út um ALLT!
BOÐSKAPURINN í þessari sögu er að passa og sinna börnum sínum. Ef Mamman hefði strax tekið barnið með sér en ekki staðið og tautað við það að koma þá hefði ekkert af þessu gerst. Hún ekki þurft að eyða 220 krónum í ekkert og ég ekki þurft að eyða 15 mín í að þrífa (það er sko nóg að þrífa fyrir, stúlkurnar á dagvaktinni sjá sko alveg til þess!)
jæja, ætla að fara að læra meira.. vonandi tók þessi saga ekki frá ykkur allan daginn (aðeins of löng)
kv. Ásta Björg
föstudagur, nóvember 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli